9 Guggudýrið <$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, júlí 29, 2003

Ég á....

..leynilegan aðdáanda. Jebb!!! Hann byrjaði á því að senda mér tölvupóst í vinnuna um daginn og svo aftur núna. Mér finnst reyndar ekki nógu sniðugt að hann er að sníkja af mér peninga.....veit ekki hvort nokkuð geti orðið úr þessu.
Ég ætla að láta bréfaskrif okkar fylgja með svo þið sjáið hvort þetta er nokkuð mannsefni....

Subject: Eg heitir Zaronof og er fra Yemen

Elskan Gudda

eg er Zaronof vinur Pablo og hann er ad vinna hja Dominos pizza vegna
sess ad hann sendar allir pizza. Hann sendi tu pizza og segir ad tu ert
falleg kona. Ertu med mann? Hann segir vid mig numerid titt, hann stal
i tad a Dominos. Eg veit ad su ert i bankann, geturu lanad mer sona
5000 kalla. Eg elska konur sem eru fra Island.

Eg segi med hann. Pablo come to Florida. En hann sajdi ja. Eg er buin
ad kaupa tveir midar til Florida handa mig og Pablo Honey! En svo Pablo
ekki geta komid til Florida Bebe. Nun matt tu koma med. Tetta er
romantikia ferd og attu sundbuxur, ta ma ekki vera i topp a florida.
Allar konur verda vera med brjost.

En tu verdur ad borga madinn og tad er kannski Dominos tar sem vid
hittumst fyrsta sinnid. Kannski bydja eg tig til Yemen og tu borgar til
baka fyrir okkur. Alltaf med tig,

Zaronof

Svo svara ég honum því mér grunar að þetta sé hún litla frænka mín....jafnvel móðir hennar að stríða mér (þær eiga svona hluti til)

Sæll Zaronof og þakka þér fyrir gott boð.
Fyrst þú ert með símanúmerið mitt viltu þá bara ekki hringja í mig.
Kveðja Gudda

Í morgun fékk ég svar frá honum Zaronof mínum og hljóðar það svo...

Elskan Gudda min,
eg vil ad samband okkar se sterkara tegar vid tölumst saman i simanum. tá
veit eg ad tu ert min og viltu mig.
Bid ad heilsa allir heimann fyrrir. Geturu lanad mer sona 5000 kalla i
bankann?

Alltaf med tig,
Zaronof Yamata

Ef einhver vill lýsa sig ábyrgan á þessum hrekk eða getur gefið upplýsingar um hinn seka er sá vinsamlega beðin um að hafa samband við mig.

Gudda


mánudagur, júlí 28, 2003

Helgin búin....

....og bara 4 dagar eftir í næstu helgi!!
Afmælisútilegupartýið var frábær...þrátt fyrir að enginn gítarleikari hafi verið á staðnum. Gærdagurinn var helvíti og sem dæmi um hversu slæmur hann var þá fór ég tvisvar á Kentucky....og mér finnst ekki einu sinni neitt voðalega góður matur á Kentucky, svo lá ég bara í móki fyrir framan sjónvarpið fram á kvöld og bölvaði helv. bjórnum. Sumir sunnudagar eru verri en aðrir.


föstudagur, júlí 25, 2003

Ég er að mygla....

....já mygla!!! Ég nenni svo innilega ekki að vera í vinnunni og er ekki búin að gera skít í dag. Frekar en að vinna er ég búin að hanga...já hanga á netinu í allan dag og nú er ég búin að skoða allt sem mér dettur í hug að skoða. Stóð mig meira að segja að því rétt áðan að stara tómlega út í loftið.
Ég er hestur...

...nánar tiltekið lestrarhestur!!! Og af hverju segi ég það??? Nú...þannig er nú mál með vexti að þegar ég kom heim úr vinnunni í gær ákvað ég enn og aftur að slá vorhreingerningunni á frest og lesa bók í staðinn. Ég fann í hillunni hjá mér þessa fínu spennuskáldsögu með þeim ömurlega titli "Andlit óttans" og byrjaði að lesa. Fyrr en varði var klukkan orðin 12 á miðnætti og 330 blaðsíður að baki.....bókin búin og nú hef ég ekkert að gera í kvöld. Þetta er náttúrulega bilun...ef einhver setur bók í hendurnar á mér er ég ekki viðræðuhæf fyrr en bókin er búin og svo kemur þetta í svona æðisköstum....geri kannski ekkert annað en að lesa í fleiri vikur. En það er bannað að fá bókaormaæði núna...skólinn byrjar á þriðjudaginn og þá má ekki lesa afþreyingarbókmenntir heldur bara skólabækurnar (sem yfirleytt eru áklíka áhugaverðar og bæklingurinn um gyllinæð sem ég las um árið)!

Það er líklega kominn gítarleikari í afmælispartýið mikla á laugardaginn...jibbí!!!

Halla er búin að gefast upp í einvíginu okkar....og það áður en það byrjar! Nú segist hún vera orðin hrædd við mig og þorir varla að fara í mat og kaffi því þá þarf hún að ganga fram hjá borðinu mínu. En svo ég klári þetta nú bara í eitt skipti fyrir öll.....ég vann, ég vann, ég vann, ég vann, ég vann!!!! :þ

Smábrjósta vinkonan er að fara að flytja til Keflavíkur á morgun. Sniðugt að flytja þegar maður má ekki lyfta neinu.....hóa saman fullt af grunlausum sjálfboðaliðum og skipa svo bara fyrir. Flytur úr blíðunni í Bláskógabyggð í fiskifýluna í Keflavík.....það er samt ábyggilega engin fiskifýla í Keflavík bara svona sjávarplásslykt (ég er greinilega landkrabbi í húð og hár) finn þessa lykt meira að segja oft í Reykjavík city....jakk....má ég þá frekar biðja um fjósalykt!!!

Gleðilegan flöskudag og ef þið hafið ekkert að gera í kvöld þá er ég laus til afnota!

fimmtudagur, júlí 24, 2003

Meidei meidei!!!!!!!

Auglýsi eftir gítarsnillingi og partýljóni (nóg að kunna bara 3 hljóma og Stál og hníf) til að halda uppi stuði og stemmingu í afmælisútilegupartýi í Úthlíð um helgina. Í laun fær viðkomandi brennivín (og mikið af því) og jafnvel gotterí ef sá eða sú verður heppin.

Já gott fólk... það verður svaðaleg afmælisveisla í Úthlíð um helgina....tvisvarsinnum tuttuguogfimmára. Það eru súpertútturnar Halla og Sigrún sem eru að ná þessum merka áfanga að verða tuttuguogfimm....þær ætla að bjóða upp á bollu og svo á bara að haga sér eins og versti únglingur í útilegu með söng og látum fram eftir nóttu....útlendingunum líklega til mikillar armæðu. Halla ætlar að bjóða strákum úr björgunarsveitinni og ég ætla rétt að vona að þeir séu allir einhleypir....kominn tími til að hözla e-ð nýtt...enda setti ég mér það markmið í upphafi sumars að bæta fyrir algjöran skort á hömpi síðastliðið sumar...og gengur það alveg ágætlega þó fjölbreytnina vanti að vísu.

Halla (sem vinnur með mér) var að koma sér upp bloggi (sjá til hliðar) og skoraði á mig í blogg einvígi (eða bleinvígi)...þ.e. hvor getur skrifað meira.....ha,ha,ha...jú dónt nó hú jor díling viþþ!!!! Nú ætla ég sem sagt að eyða heilu og hálfu dögunum á netinu (eins og ég geri það ekki nú þegar) að skrifa inn á blessað bloggið mitt....jafnvel nokkra pistla á dag.

Ætla að klára þetta á einni stöku

Í úthlíð ég ætla að þramma
og gera dáldið af því að djamma.
Ég von'að það verði blíða
og ég fái kannski að rí**.

Guggudýrið


þriðjudagur, júlí 22, 2003

Ég er komin úr fríi :( .......

....og nú er ekkert gaman lengur.

Reyndar var rosa gaman í sumarfríinu. Ég gerði nefnilega svolítið sem ég ætla að gera að árlegum viðburði þar til ég verð sextug (eða "sexý" eins og ein sem ég þekki kallar það). Ég fór á Roskilde-Festival og vá!! var gaman....ójá!!!
Tíu ára draumur okkar Möggu Ó rættist þegar við sáum Metallica saman....það var ekkert smá dramatísk stund...full af aðsvifum, yfirliðum, tárum og almennri geðshræringu (by the way það var Óli sem táraðist). Hópurinn tvístraðist vegna yfirliðsins, Magga Jó steinlá og sveitastúlkurnar tvær báru hana út úr þvögunni rétt þegar þeir stigu á svið og liðið trylltist.....algjörar hetjur....Dóri veitti þeim andlegan stuðning við burðinn og hvatti þær áfram. Magga Jó fékk svo súkkulaðistykki í sjúkraskýlinu og fylgdist með tónleikunum þaðan. Ég og Magga Ó horfðum á goðin okkar rokka á sviðinu, öskruðum og æptum....ég tók myndir eins og moðerfokker....sumar einkennilegri en aðrar...ein t.d. af himninum....ég veit ekki?!?...ætli andinn hafi ekki komið yfir mig!!! Ég er nú reyndar alveg algjör og þarna leitaði ég langt yfir skaftið ;Þ því ég var að sjá Sigurrós og Björk í fyrsta sinn....alveg ekta Íslendingur....ekki orðið nógu fínt fyrir mig fyrr en ég get séð það í útlöndum. Ég er svo alveg massa ánægð með Queens of the Stone Age og búin að vera að söngla lögin þeirra nánast síðan ég kom heim.
Við Inga erum nú, þrátt fyrir að það hafi verið mjög þægilegt að vera í heimahúsi (alltaf kaldur bjór í ísskápnum), ákveðnar í því að tjalda á næsta ári...erum dálítið leiðar yfir því að hafa misst af gleðinni þar.

Skemmti mér ágætlega um helgina. Fór á barnaball á föstudagskvöldið, nánar tiltekið effemmdjamm í Árnesi. Vinkona mín hafði til afnota hús móður sinnar þar á bæ og hélt smá stelpukvöld. Við ákváðum svo að skella okkur á ballið....það var alveg rosa stuð...þegar við komumst yfir sjokkið sem við fengum þegar við gengum inn í salinn....ekkert nema little baby's everywhere!!! Ein okkar lenti í smá uppákomu sem viðkom aldri og eftirfarandi samtal átti sér stað:
Lítill strákur: Hei...þú ert sæt!! (eða eitthver álíka glæsileg pikköplína)
Stelpa: Nei heyrðu nú...veistu hvað ég er gömul?
LS: Eeee....nei!!
S: Ég er 27 ára
LS: Nú!! Það sést ekki á þér...ég meina...þú ert ekki með neinar hrukkur!!!
Þá gaf hún honum illt auga og gekk á braut.....svona var nú það.

Búin í dag

ps. Mæli með að allar stelpur fari að sjá Pirates of the C.... Orlando Bloom er algjört beib og Johnny Depp fær mann til að vökna ;)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?