9 Guggudýrið <$BlogRSDUrl$>

mánudagur, janúar 24, 2005

Já mér finnst....

....þetta vera útlimit húmor!!

Gurrý....ég myndi finna svona styttu á kökuna ef ég væri þú :)

http://www.ebaumsworld.com/weddingcake.html

Já og það rignir ennþá!!!

Já það er víst....

....að ég er ekkert á leiðinni heim næstu mínúturnar. Þvílík og önnur eins rigning er hérna rétt fyrir utan gluggann og Guggi ekki með neina regnhlíf :(

Nú mættu fleiri alveg vera á msn.....það er eitthvað hálf fátæklegt þar inni.

Var að fylgjast með konu....já konu leggja svona snilldarlega í stæði hérna beint fyrir utan. Bíllinn er alveg upp við gangstéttina og svona 20 cm bil í bílana fyrir framan og aftan. Já konur geta líka lagt í stæði.........hverjum datt í hug að halda öðru fram.

Búin að bæta Gurrý inn í listann minn hérna við hliðina á. Verður gaman að fylgjast með henni undirbúa brúðkaupið í sumar.

Það er mánudagur....

....og það rignir!! Já Aþena virðist ætla að kveðja mig með rigningu og roki en það hefur rignt og blásið nánast stanslaust síðan á föstudag.....svona er víst vetur í Miðjarðarhafslöndunum.

Já það eru ekki nema 96 klukkutímar þar til ég stíg fæti mínum (eða vonandi báðum) á gamla góða Ísland eftir ákkúrat 4 mánaða fjarveru. Prófin eru að tröllríða öllu og hver mínúta skipulögð út í ystu æsar. Helgin var hrikalega annasöm því auk þess að þurfa að skrifa eins og eitt stykki ritgerð þurfti ég að mæta í tvö partý, enda þurfti maður að ná að hitta allt liðið í góðu geimi svona áður en maður fer.

Stine....litla norska vinkona mín fór heim á sunnudaginn....held að það sé eina manneskjan sem ég á eftir að sakna. Við erum þó búnar að ákveða að hittast einhverntímann og skipuleggja heimsyfirráð.....múhahahahaha!!! (einkahúmor...en whatever!!)

Sala símkorta í Grikklandi og Reykjavík hefur á undanförnum vikum aukist gríðarlega vegna daglegra símtala milli Anafis og Krossalindar og tómið í buddunni á báðum stöðum verður stærra og stærra.

Það er svo alveg ótrúlega mikið á döfinni eftir heimkomu. Það kom í ljós að Hlíðarferðin lenti á sömu helgi og rómó-væmna sumarbústaðarferðin okkar Sigga en með einu símtali gat Sigurður fært ferðina fram um eina helgi.....þessi elska...svo nú þarf ég ekki að vera á tveimur stöðum í einu og get tekið þátt í góðu geimi með piparmeyjaklúbbnum Sveinsínu.

Nú svo náttúrulega fyrsta þorrablótið mitt síðan 1996.....já það ku vera 9 ár síðan Guggudýrið fór á fyrsta þorrablótið sitt. Man mjög vel eftir því. Ég var í bláum kjól frá Áslaugu og Áslaug í svörtum og við dönsuðum fram á morgun við undirleik Bogomil Font og Milljónamæringanna. Ræðismaðurinn í Köln (að mig minnir) mætti með bílfarm af hákarli og brennivíni.........já já.

Ég gisti hjá Svenna á aðfaranótt föstudags. Hulda fer til Íslands á morgun. Allir fjölskyldumeðlimir í útlöndum eru á leiðinni heim núna til að vera við jarðaförina hennar ömmu á laugardaginn. Það verður voða gott að vera komin heim og geta kvatt ömmu blessunina.

En við sjáumst bráðum í frosti og snjó og kulda og trekk :)

mánudagur, janúar 17, 2005

Þá er eitt próf búið....

....og þrjú eftir!!
Bara 10 dagar þangað til að ég verð í Danmörku á leiðinni heim.
Hulda komin og farin. Frábært að fá hana í heimsókn. Fengum okkur gott að borða og gott að drekka, fórum í misheppnaða skoðunnarferð, keyptum minjagripi og skemmtum okkur konunglega.
Litli bróðir minn átti afmæli á laugardaginn: Til hamingju með afmælið besti litlibróðir!!!
Margrét Unnur og Gurrý eiga afmæli í dag: Til hamingju með afmælið stelpur!
Við slógum saman Huldu-heimsókninni (hahaha!!) og afmælinu hjá Möggu og fórum út að borða á laugardagskvöldið......ohhh svo gott!!

Hei!! Íslendingar búnir að setja enn eitt heimsmetið. Í þetta skiptið eru það konur sem eiga heiðurinn á því þar sem þær eiga, m.v. höfðatölu (auðvitað) mest af titrurum. Já alveg 50% íslenskra kvenna eiga leikfang í skúffunni.........gaman að því!

Það er rok og rigning í dag og skítakuldi.....bara 8 stiga hiti. Það þykir manni nú skítt, ég sem hélt að það væri endalaus sól og steik svona við Miðjarðarhafið.

Subway-inn stækkar og stækkar í draumórum mínum....get ekki beðið eftir að fá subway. Er farin að halda að subway fantasían mín tengist ekki endilega matnum heldur bara því að koma heim og fá og sjá eitthvað kunnulegt aftur, Sigga, fjölskyldu mína og vini mína. Ég er farin að hlakka til að komast í partý með stelpunum og í sumarbústaðinn með Sigga og í rólegheitin hjá mömmu og pabba.

Ég á samt eftir að gera alveg fullt hérna. Kaupa nokkra hluti til að taka með heim, hitta allt liðið sem ég er búin að kynnast, þá sérstaklega að eyða smá tíma með Stínu, norsaranum frækna. Svo líka finnst mér hundleiðinlegt að skilja Möggu og Fannar eftir ein. Það er náttúrulega búið að vera frábært að hafa þau hérna, þau voru sérlegir lævseiverar fyrstu vikuna í janúar. Hefði dáið úr leiðindum ef mér hefði ekki verið boðið í heimsókn í úthverfið.

Nóg um þetta allt saman. Ætlaði að setja inn myndir en síðan vill ekki hlaða inn myndunum sem eru á minnislyklinum mínum....er að spá í að gefast upp á þessu og gera þetta bara þegar ég kem heim.

Nú er ekki seinna vænna en að fara á vídeóleiguna og drekkja sér í einhverri góðri mynd með poppi og gosi.

Sjáumst í næstu viku :)

mánudagur, janúar 10, 2005

Ætlaði að setja inn.....

....myndir frá jólunum og fleiri myndir en helv... heimasíðan sem hýsir myndirnar virkar ekki. Ég er s.s. búin að hanga úti í skóla í tvo tíma að bíða eftir að tölvustofan sem gerir mér kleift að nota minnislykilinn minn opni svo ég geti sett inn myndir. Núna, í staðinn fyrir að vera glöð og sæl yfir því að setja inn fullt af nýjum og skemmtilegum myndum, er ég pirruð.......grrr!!!

Jæja.......ég kíki þá bara á þetta á morgun.

Er búin að eyða vikunni og helginni síðustu í letilífi og góðum félagsskap. Margrét Unnur og Fannar buðu mér í heimsókn á þriðjudaginn og ég fór ekki fyrr en í gær (sunnudag). Á þeim tíma horfði ég á c.a. 40.000 dvd myndir og borðaði þvílíkt góðan mat. Ekki skemmdi fyrir að ég gat talað íslensku allan tímann.

Skólinn byrjaði aftur í dag og allt að smella saman fyrir prófin. Það helsta sem ég geri reyndar þessa daganna er að bíða eftir að 27.janúar renni upp svo ég komist heim. Það er meira að segja búið að ákveða hvað ég geri um leið og ég kem út úr flugstöðinni. Sigurður ætlar að sækja mig og við ætlum að bruna beint á Hafnargötuna að sækja Jönu og hvert á svo að fara.......jú.......á SUBWAY!!! Ég hlakka svo til að fá subway.......ohhh! Mmmmm....subway........!!! (ég er svöng!)

Nú er svo bara að bíða fram á kvöld til að komast að því hvort Hulda Hrönn ætli að koma í heimsókn um næstu helgi. Já það verður svo gaman hjá okkur frænkunum ef hún kemur. Það er nefnilega búið að ákveða að fara út að borða á marokkóska veitingastaðinn á laugardagskveldið í tilefni 25c afmælis Margrétar. Ohhh það er svo góður matur þar.... (ég er orðin mjög svöng!) .....og svo náttúrulega líka magadansmær........hún klikkar ekki.

Eníveis.....myndirnar koma vonandi bráðum.......um leið og síðudruslan virkar.

Farin að fá mér að borða!

mánudagur, janúar 03, 2005

Nú er best að byrja að..........

.........plana heimkomupartý því Guggudýrið er á leiðinni heim!!!

Ferðaáætlunin er sem hér segir (allt að íslenskum tíma):
Þann 27.janúar
Brottför frá Aþenu klukkan 12:25
Lending í Köben klukkan 15:50
Þann 28.janúar
Brottför frá Köben klukkan 11:05
Lending á Íslandi klukkan 14:15

Já klukkan 14:15 verð ég komin heim og ætla mér ekki til útlanda í alla veganna nokkra mánuði. Er reyndar verið að reyna að narra mig til Krít í maí og fara þaðan í smá eyjahopp en ég er búin að lofa að vera góð í peningasparnaði og hætta að eyða í algjöra vitleysu............veit samt ekki hvort ég get það. Síðustu rúm tvö ár hafa nefnilega verið alveg einstaklega vitlaus hvað peningamál varða og má segja að ekki hafi farið ein króna í skynsemi og framtíðaráform. Segi samt með fullri vissu að ég er ekki búin að sjá á eftir einni einustu krónu og þessi tvö ár eru búin að vera alveg glymrandi skemmtileg.

Þetta ár er líka búið að vera frábært. Fullt af nýjungum og breytingum og nýju fólki.
Hæst ber að nefna að ég landaði feitum fiski á landsmóti í sumar. Fiskurinn synti svo alla leið til Grikklands til að mér leiddist ekki um jólin. Ég hætti að vinna eftir 5 ár í sömu vinnunni. Útskrifaðist með diplóma í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum. Fór í sumarleyfisferð til Ítalíu og Danmerkur. Flutti út frá sambýliskonum mínum og aftur til foreldra minna. Tók upp á því á gamals aldri að gerast Erasmus nemi í Grikklandi. Og síðast en ekki síst átti ég hrikalega margar góðar stundir með henni Jönu minni í Keflavík, Selfossi, Reykjavík, Akureyri og Hellu.

Vona bara að þetta ár eigi eftir að verða eins skemmtilegt og hið liðna.

sunnudagur, janúar 02, 2005

Gleðilegt ár.....

....kæru vinir og ættingjar nær og fjær..........aðallega fjær!!!

Bið ykkur afsökunnar á skrifleysi en netið er búið að liggja niðri í Aþenu undanfarinn mánuð (ætli það sé trúleg afsökun?....jú jú þau trúa mér alveg).

Það er náttúrulega búið að vera mikið að gerast síðan síðast. Síðustu dagarnir fyrir Sigga voru annasamir svo ég tali nú ekki um þegar hann svo loksins kom til mín. Jólin voru alveg frábær. Ég fékk hamborgarahrygg og Malt&appelsín og fullt af pökkum. Siggi er á þeirri skoðun að ég sé frábær kvenkostur vegna hæfileika minna í eldhúsinu......enda var maturinn fullkominn....fyrir utan sósuna....sem var bragðgóð að sjálfsögðu en ekki mjög falleg á litinn vegna skorts á sósulit.

Vegna mikillar rigningartíðar meðan hann var í heimsókn var ekki mikið hægt að gera. Urðum veðurteppt á einu torgi þegar við ætluðum í skoðunnarferð og enduðum á því að sitja á bar í þrjá tíma og drekka bjór þar til rigningin minnkaði nógu mikið til að hægt væri að stíga út fæti. Þetta varð því þema ferðarinnar......hvað á að gera í dag?....veit ekki það er nefnilega rigning....ok förum á kaffihús og fáum okkur bjór.....ok!!!

En þetta hafðist nú allt saman. Þetta voru alveg frábær jól og ekkert, alveg nákvæmlega ekkert, út á þau að setja.

Eyddi svo áramótunum með Margréti og Fannari. Borðuðum saman rosalega góðan mat. Skáluðum í freyðivíni og fórum svo í partý þar sem ég kenndi Fannari drykkjuleik og hann skoraði á tvo gæja frá austur-evrópu í keppni. Þegar hann uppgötvaði hvað hann var búinn að koma sér út í varð hann soldið stressaður en ég get sagt með stolti að karlinn vann leikinn með yfirburðum. Austur-evrópsku drengirnir höfðu ekkert í hann og gáfust upp.

Nú er ég á leiðinni í bíó. Á Oceans 12......jei!!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?