miðvikudagur, desember 01, 2004
Af því ég veit ekki....
.....meilið hjá mágkonu minni ætla ég bara að skrifa henni afmæliskveðju hérna.
Til hamingju með afmælið kæra Soffía!!
Vá ég er búin að gera alveg heilt verkefni í skólanum og það er kominn 1. des! Nú eru bara tvær ritgerðir eftir og svo prófin. Ekki hægt að segja annað en að þetta sé letilíf hérna. Eftir smá kuldakast er aftur kominn 20 stiga hiti.....það er gott því það er ekki hægt að segja að fólk sé mikið fyrir að kynda húsin sín hérna. Það er s.s. kveikt á ofnunum milli 9 og 12 á kvöldin og þar með er það búið! Þannig að þegar það er 20 stiga hiti úti er 20 stiga hiti inni í íbúðinni minni.....alveg þolanlegt.
Einn kennarinn minn lenti í árekstri í dag og tímanum var frestað svo í staðinn fyrir að sitja á rassgatinu og læra fór ég í Body Shop og eyddi peningum í krem! Vantaði reyndar kremin.....eða svo segir maður reyndar alltaf þegar maður eyðir peningum í einhverja vitleysu.
Var komin með nóg af pasta og núðlusúpum í gær og fann allt í einu alveg hrikalega þörf fyrir að borða pizzu á Pizza Hut. Ætlaði náttúrulega bara að fá mér litla pizzu en svo kom í ljós að á þriðjudögum er miðstærð ódýrari en lítil. Til þess að spara pening (að sjálfsögðu kom græðgi málinu ekkert við) keypti ég náttúrulega medium pizzu. Nokkrum mínútum eftir að pizzan kom á borðið sá ég mér til mikillar skelfingar að pizzan var horfin. Ég leit spyrjandi á grunsamlega manninn við hliðina á mér til að athuga hvort hann hefði nokkuð tekið pizzuna mina. Nei svo var ekki að ég þurfti að kyngja þeirri staðreynd að ég át alla helv... pizzuna ein og sjálf!
Þetta var í gærkveldi..........í dag er ég ennþá södd!!!
.....meilið hjá mágkonu minni ætla ég bara að skrifa henni afmæliskveðju hérna.
Til hamingju með afmælið kæra Soffía!!
Vá ég er búin að gera alveg heilt verkefni í skólanum og það er kominn 1. des! Nú eru bara tvær ritgerðir eftir og svo prófin. Ekki hægt að segja annað en að þetta sé letilíf hérna. Eftir smá kuldakast er aftur kominn 20 stiga hiti.....það er gott því það er ekki hægt að segja að fólk sé mikið fyrir að kynda húsin sín hérna. Það er s.s. kveikt á ofnunum milli 9 og 12 á kvöldin og þar með er það búið! Þannig að þegar það er 20 stiga hiti úti er 20 stiga hiti inni í íbúðinni minni.....alveg þolanlegt.
Einn kennarinn minn lenti í árekstri í dag og tímanum var frestað svo í staðinn fyrir að sitja á rassgatinu og læra fór ég í Body Shop og eyddi peningum í krem! Vantaði reyndar kremin.....eða svo segir maður reyndar alltaf þegar maður eyðir peningum í einhverja vitleysu.
Var komin með nóg af pasta og núðlusúpum í gær og fann allt í einu alveg hrikalega þörf fyrir að borða pizzu á Pizza Hut. Ætlaði náttúrulega bara að fá mér litla pizzu en svo kom í ljós að á þriðjudögum er miðstærð ódýrari en lítil. Til þess að spara pening (að sjálfsögðu kom græðgi málinu ekkert við) keypti ég náttúrulega medium pizzu. Nokkrum mínútum eftir að pizzan kom á borðið sá ég mér til mikillar skelfingar að pizzan var horfin. Ég leit spyrjandi á grunsamlega manninn við hliðina á mér til að athuga hvort hann hefði nokkuð tekið pizzuna mina. Nei svo var ekki að ég þurfti að kyngja þeirri staðreynd að ég át alla helv... pizzuna ein og sjálf!
Þetta var í gærkveldi..........í dag er ég ennþá södd!!!