þriðjudagur, júlí 27, 2004
Ekki fara að sjá.....
....King Arthur í bíó!! Sorglegt alveg. Eins og mér finnast svona myndir skemmtilegar. Hver man ekki eftir Braveheart, Gladiator, Monty Python and the Holy Grail?!?!? Þær voru allar æðislega skemmtilegar. En þessi....þessi er uppfull af skelfilegum klisjum.....dæmi: Einn segir alla brandarana, einn er voða dulur og fullur efasemda, aðalgaurinn er alltaf að koma með einhverjar hryllilegar "pep"-ræður og kvenhetjan er með stút á vörunum og rakaða fótleggi (árið 850 e.kr.!). A.m.k. annað bardagaatriðið er ótrúlega lélega tölvugert. Ég verð svo bara að segja eitt: Skjús mí Lancelot! Þú ert ekki ástfangin af Gunnvöru.....þú ert bara graður!.....eða lélegur leikari að túlka þig!!
Talandi um Gunnvöru. Það voru svo einhverjir lúðar fyrir aftan mig sem fóru alltaf að flissa þegar nafnið birtist á skjánum. Voru svona eins og Beavis & Buthead ,,He he...Gunnvör....he he...he he". Ótrúlega vitlausir.
Stjörnugjöf: ** fyrir góða sögu í lélegum búningi.
....King Arthur í bíó!! Sorglegt alveg. Eins og mér finnast svona myndir skemmtilegar. Hver man ekki eftir Braveheart, Gladiator, Monty Python and the Holy Grail?!?!? Þær voru allar æðislega skemmtilegar. En þessi....þessi er uppfull af skelfilegum klisjum.....dæmi: Einn segir alla brandarana, einn er voða dulur og fullur efasemda, aðalgaurinn er alltaf að koma með einhverjar hryllilegar "pep"-ræður og kvenhetjan er með stút á vörunum og rakaða fótleggi (árið 850 e.kr.!). A.m.k. annað bardagaatriðið er ótrúlega lélega tölvugert. Ég verð svo bara að segja eitt: Skjús mí Lancelot! Þú ert ekki ástfangin af Gunnvöru.....þú ert bara graður!.....eða lélegur leikari að túlka þig!!
Talandi um Gunnvöru. Það voru svo einhverjir lúðar fyrir aftan mig sem fóru alltaf að flissa þegar nafnið birtist á skjánum. Voru svona eins og Beavis & Buthead ,,He he...Gunnvör....he he...he he". Ótrúlega vitlausir.
Stjörnugjöf: ** fyrir góða sögu í lélegum búningi.
mánudagur, júlí 26, 2004
Bwahahahah....
.....hahah!! Ástæða þess að maður ætti alltaf að brosa á myndum!
Jæja hringferðin hefst á föstudag.....mikil tilhlökkun í gangi að sjálfsögðu. Janus er nú uppi á öræfum einhversstaðar að ná sér í blöðrur á fæturna......ég spái því að hún komi heim með sex stykki...og kalsár á litlaputta....
Hitti Svenna karlinn á laugardagskvöldið. Þó það sé alltaf gaman að fá hann heim þá mættu tilefnin vera skemmtilegri. Við sátum því bara á Krúsinni og kjöftuðum í rólegheitunum ásamt fleirum. Annars átti ég ótrúlega notalegan laugardag og sunnudag.....letihelgi má segja.
Þó ekki á föstudagskveldið....ónei!! Ég fór og hitti nokkrar Mjóddarskvísur (sumarstelpurnar í Mjóddinni) og má segja að hlátur og dans og skrækir og örlitlar rökræður hafi verið meginþemað í þeim hittingi. Skvísurnar fóru svo allar niður í bæ........nema Guggudýrið......sem ákvað að það væri ekki sniðugt að nota kæruleysið á þetta því ansi dýrt er víst að taka leigubíl úr miðbæ Rvk á Selfoss.........og fór bara heim í ból!!
.....hahah!! Ástæða þess að maður ætti alltaf að brosa á myndum!
Jæja hringferðin hefst á föstudag.....mikil tilhlökkun í gangi að sjálfsögðu. Janus er nú uppi á öræfum einhversstaðar að ná sér í blöðrur á fæturna......ég spái því að hún komi heim með sex stykki...og kalsár á litlaputta....
Hitti Svenna karlinn á laugardagskvöldið. Þó það sé alltaf gaman að fá hann heim þá mættu tilefnin vera skemmtilegri. Við sátum því bara á Krúsinni og kjöftuðum í rólegheitunum ásamt fleirum. Annars átti ég ótrúlega notalegan laugardag og sunnudag.....letihelgi má segja.
Þó ekki á föstudagskveldið....ónei!! Ég fór og hitti nokkrar Mjóddarskvísur (sumarstelpurnar í Mjóddinni) og má segja að hlátur og dans og skrækir og örlitlar rökræður hafi verið meginþemað í þeim hittingi. Skvísurnar fóru svo allar niður í bæ........nema Guggudýrið......sem ákvað að það væri ekki sniðugt að nota kæruleysið á þetta því ansi dýrt er víst að taka leigubíl úr miðbæ Rvk á Selfoss.........og fór bara heim í ból!!
mánudagur, júlí 19, 2004
Nei...nei....nei...
....ótrúlega er þetta orðið flott. Það er komnir litir.........ohhhh þessi er fínn.....og passar svo vel við hina litina.
Og hægt að setja inn myndir......ætti ég að prófa.....neee.....get ekki.....þarf að eiga þær annars staðar......djö!!!
Já Guggudýrið er bara hætt að vinna í Mjóddinni og farin að vinna niðr'í miðbæ......gaman að prófa það. Vildi bara að ég ætti enn heima á Bragagötunni......þá væri gaman að labba bara í vinnuna og fá sér svo öl á leiðinni heim.......það yrði ljúft líf. Reyndar yrði bjórvömbin svolítið fjót að koma, gæti ég trúað, en ég myndi þá bara labba hraðar.....*hóst*.....eða eitthvað!!
Helgin var bara fín og flott. Mér hefur alltaf líkað vel við fólk af austanverðum vestfjörðum og það varð engin breyting þar á í þetta skiptið. Fékk far norður með brjálaða bílstjóranum bróður hennar Jönu. Ferðin byrjaði nú ekki vel því hann ætlaði að vera kominn í bæinn klukkan 16:30 og sækja mig fyrir utan hjá systur þeirra, þar sem ég ætlaði að geyma bílinn........þegar klukkan var 19:40 var þolinmæðin á þrotum og farið að sjóða á minni (ekki á bílnum því ég var búin að drepa á honum....sem betur fer....þá hefði verið tvöfaldur soðningur þarna).
En við komumst á áfangastað og við tók útilega með lágmarks athöfnum eða s.s. slappa af í pottunum, sötra bjór, spila og fara í túristaferð.
Verð nú aðeins að minnast á þessa potta. Í staðinn fyrir að hafa kaffihús eða annan álíka samkomustaði í litlu samfélagi er búið að koma fyrir þremur heitum pottum í flæðarmálinu sem öllum er frjálst að fara í. Allir Drangsnesingar eiga s.s. slopp og inniskó og þegar sá gállin er á fólki þá skutlar það sér bara niður að pottum og hittir mann og annan. Þetta er náttúrulega bara algjör snilld og mjög skemmtilegt.
....ótrúlega er þetta orðið flott. Það er komnir litir.........ohhhh þessi er fínn.....og passar svo vel við hina litina.
Og hægt að setja inn myndir......ætti ég að prófa.....neee.....get ekki.....þarf að eiga þær annars staðar......djö!!!
Já Guggudýrið er bara hætt að vinna í Mjóddinni og farin að vinna niðr'í miðbæ......gaman að prófa það. Vildi bara að ég ætti enn heima á Bragagötunni......þá væri gaman að labba bara í vinnuna og fá sér svo öl á leiðinni heim.......það yrði ljúft líf. Reyndar yrði bjórvömbin svolítið fjót að koma, gæti ég trúað, en ég myndi þá bara labba hraðar.....*hóst*.....eða eitthvað!!
Helgin var bara fín og flott. Mér hefur alltaf líkað vel við fólk af austanverðum vestfjörðum og það varð engin breyting þar á í þetta skiptið. Fékk far norður með brjálaða bílstjóranum bróður hennar Jönu. Ferðin byrjaði nú ekki vel því hann ætlaði að vera kominn í bæinn klukkan 16:30 og sækja mig fyrir utan hjá systur þeirra, þar sem ég ætlaði að geyma bílinn........þegar klukkan var 19:40 var þolinmæðin á þrotum og farið að sjóða á minni (ekki á bílnum því ég var búin að drepa á honum....sem betur fer....þá hefði verið tvöfaldur soðningur þarna).
En við komumst á áfangastað og við tók útilega með lágmarks athöfnum eða s.s. slappa af í pottunum, sötra bjór, spila og fara í túristaferð.
Verð nú aðeins að minnast á þessa potta. Í staðinn fyrir að hafa kaffihús eða annan álíka samkomustaði í litlu samfélagi er búið að koma fyrir þremur heitum pottum í flæðarmálinu sem öllum er frjálst að fara í. Allir Drangsnesingar eiga s.s. slopp og inniskó og þegar sá gállin er á fólki þá skutlar það sér bara niður að pottum og hittir mann og annan. Þetta er náttúrulega bara algjör snilld og mjög skemmtilegt.
fimmtudagur, júlí 15, 2004
Tvöþúsundogátta.....
....dagar búnir! Einn eftir!!
Svo reyndar tvær öðru vísi vikur eftir. Ætti frekar að segja tvöþúsundogátta dagar búnir...fimmtán eftir! Svo eftir tvær vikur get ég sagt tvöþúsundtuttuguogtveir dagar búnir...einn eftir!!!!
Eða ætti ég kannski bara að sleppa því að telja niður og njóta þess að hafa vinnu??
Já ég geri það bara! Tel frekar niður í bryggjuhátíð.............einn dagur í bryggjuhátíð!! Nú ég get líka talið niður í hringferðina........fimmtán dagar í hringferð...jeiiiiii!!! Eða Ítalíu-og Danmerkurferðina........tuttuguogsjö dagar í Ítalíu-og Danmerkurferðina!! Ekki má gleyma upptalningunni í Grikklandsferðina......sextíuogtveir til sextíuogsjö dagar í Grikklandsferðina!! Svo má líka telja niður til jóla............
Þessi færsla var skot á litlu frænku sem finnst rosa gaman að telja niður!!
....dagar búnir! Einn eftir!!
Svo reyndar tvær öðru vísi vikur eftir. Ætti frekar að segja tvöþúsundogátta dagar búnir...fimmtán eftir! Svo eftir tvær vikur get ég sagt tvöþúsundtuttuguogtveir dagar búnir...einn eftir!!!!
Eða ætti ég kannski bara að sleppa því að telja niður og njóta þess að hafa vinnu??
Já ég geri það bara! Tel frekar niður í bryggjuhátíð.............einn dagur í bryggjuhátíð!! Nú ég get líka talið niður í hringferðina........fimmtán dagar í hringferð...jeiiiiii!!! Eða Ítalíu-og Danmerkurferðina........tuttuguogsjö dagar í Ítalíu-og Danmerkurferðina!! Ekki má gleyma upptalningunni í Grikklandsferðina......sextíuogtveir til sextíuogsjö dagar í Grikklandsferðina!! Svo má líka telja niður til jóla............
Þessi færsla var skot á litlu frænku sem finnst rosa gaman að telja niður!!
þriðjudagur, júlí 13, 2004
Já það er alveg öruggt mál....
...að ebaumsworld er uppáhalds vefsíðan mín. Verst að hún er bara uppfærð einu sinni í viku :(
A bus carrying only ugly people crashes into an oncoming truck, and everyone inside dies. They then get to meet their maker, and because of the grief they have experienced; He decides to grant them one wish each, before they enter Paradise.
They're all lined up, and God asks the first one what the wish is. "I want to be gorgeous," and so God snaps His fingers, and it is done.
The second one in line hears this and says "I want to be gorgeous too."
Another snap of His fingers and the wish is granted.
This goes on for a while but when God is halfway down the line, the last guy in line starts laughing. When there are only ten people left, this guy is rolling on the floor, laughing.
Finally, God reaches this guy and asks him what his wish will be.
The guy calms down and says: " Make 'em all ugly again."
...að ebaumsworld er uppáhalds vefsíðan mín. Verst að hún er bara uppfærð einu sinni í viku :(
A bus carrying only ugly people crashes into an oncoming truck, and everyone inside dies. They then get to meet their maker, and because of the grief they have experienced; He decides to grant them one wish each, before they enter Paradise.
They're all lined up, and God asks the first one what the wish is. "I want to be gorgeous," and so God snaps His fingers, and it is done.
The second one in line hears this and says "I want to be gorgeous too."
Another snap of His fingers and the wish is granted.
This goes on for a while but when God is halfway down the line, the last guy in line starts laughing. When there are only ten people left, this guy is rolling on the floor, laughing.
Finally, God reaches this guy and asks him what his wish will be.
The guy calms down and says: " Make 'em all ugly again."
mánudagur, júlí 12, 2004
Já það hafa nú....
....margir gengið inn í bankann og beðið um ýmiskonar lán en aldrei áður hefur maður komið til mín og beðið mig um að lána sér sígarettu!
,,Nei vinur! Hér lánum við bara peninga"
Það er eldri maður sem vinnur við að týna rusl hérna fyrir utan. Hann er þroskaheftur og alveg einstaklega skemmtilegur og gaman að hlusta á og fylgjast með karlinum.
Um daginn var hann að tala við tvo menn sem sátu úti í sólinni. Ég var þarna í nágrenninu og hlustaði á samtalið, sem fjallaði um ástæðu þess að hann gæti ekki lært að synda, með öðru eyranu og það sem karlinn sagði fannst mér svolítið merkilegt. Hann sagði: ,,Það er svona að vera fæddur aumingi. En það er þó skárra en að gera sig að aumingja. Maður á líka aldrei að vera meiri aumingi en maður er heldur alltaf að reyna að vera meiri maður en maður er". Með síðustu setningunni fylgdi svo "The Roof is on Fire" handahreyfingin.
Mikið vildi ég að fleira fólk hefði þessa skoðun á lífinu.
....margir gengið inn í bankann og beðið um ýmiskonar lán en aldrei áður hefur maður komið til mín og beðið mig um að lána sér sígarettu!
,,Nei vinur! Hér lánum við bara peninga"
Það er eldri maður sem vinnur við að týna rusl hérna fyrir utan. Hann er þroskaheftur og alveg einstaklega skemmtilegur og gaman að hlusta á og fylgjast með karlinum.
Um daginn var hann að tala við tvo menn sem sátu úti í sólinni. Ég var þarna í nágrenninu og hlustaði á samtalið, sem fjallaði um ástæðu þess að hann gæti ekki lært að synda, með öðru eyranu og það sem karlinn sagði fannst mér svolítið merkilegt. Hann sagði: ,,Það er svona að vera fæddur aumingi. En það er þó skárra en að gera sig að aumingja. Maður á líka aldrei að vera meiri aumingi en maður er heldur alltaf að reyna að vera meiri maður en maður er". Með síðustu setningunni fylgdi svo "The Roof is on Fire" handahreyfingin.
Mikið vildi ég að fleira fólk hefði þessa skoðun á lífinu.
Guggudýrið mælir með....
....Shrek 2
....rækjusalatinu hennar Carolu mágkonu
....einni og einni djammlausri helgi
....því að vera skotin í einhverjum
....því að gera góðverk þó maður nenni því ekki
....Lottó kúlum frá Mónu
....The OC á Skjá einum í kvöld
....Bryggjuhátíð á Drangsnesi um næstu helgi
....Shrek 2
....rækjusalatinu hennar Carolu mágkonu
....einni og einni djammlausri helgi
....því að vera skotin í einhverjum
....því að gera góðverk þó maður nenni því ekki
....Lottó kúlum frá Mónu
....The OC á Skjá einum í kvöld
....Bryggjuhátíð á Drangsnesi um næstu helgi
föstudagur, júlí 09, 2004
Er það ekki merki um....
....ótrúlegan þroska að í þau tvö skipti sem ég hef farið í bíó í sumar var annars vegar á frumsýningu Harry Potter og hins vegar á RoadTrip í litlum sal og þriðja myndin sem ég sé í sumar er Shrek2 í forsýningu?
Það er ótrúlegt hvað tilviljanir geta verið ótrúlegar. Fyrir einhverju síðan ákvað ég að fara til Aþenu í fjóra mánuði í haust. Flestir eru búnir að segja við mig ,,en óvenjulegt" eða ,,gvöð! en spennandi að fara svona þangað sem flestir láta sér ekki detta í hug að fara". Svo fékk það það bara staðfest núna í dag, Magga æskuvinkona og skólasystir er að fara að fylgja sínum heittelskaða til Aþenu í haust þar sem þau munu búa næsta árið. Þannig að eitthvert kvöldið þegar ég sit úti á kaffihúsi í nóvember (úti...takið eftir því) að borða fetaost og drekka ouzo á ég örugglega eftir að rekast á þau skötuhjú á röltinu.
Svona er lífið skemmtilegt og óútreiknanlegt
....ótrúlegan þroska að í þau tvö skipti sem ég hef farið í bíó í sumar var annars vegar á frumsýningu Harry Potter og hins vegar á RoadTrip í litlum sal og þriðja myndin sem ég sé í sumar er Shrek2 í forsýningu?
Það er ótrúlegt hvað tilviljanir geta verið ótrúlegar. Fyrir einhverju síðan ákvað ég að fara til Aþenu í fjóra mánuði í haust. Flestir eru búnir að segja við mig ,,en óvenjulegt" eða ,,gvöð! en spennandi að fara svona þangað sem flestir láta sér ekki detta í hug að fara". Svo fékk það það bara staðfest núna í dag, Magga æskuvinkona og skólasystir er að fara að fylgja sínum heittelskaða til Aþenu í haust þar sem þau munu búa næsta árið. Þannig að eitthvert kvöldið þegar ég sit úti á kaffihúsi í nóvember (úti...takið eftir því) að borða fetaost og drekka ouzo á ég örugglega eftir að rekast á þau skötuhjú á röltinu.
Svona er lífið skemmtilegt og óútreiknanlegt
fimmtudagur, júlí 08, 2004
Það er erfitt að vera....
.....ómissandi! Já heldur betur....en það er góð tilfinning. Ég er s.s. ekki að fara að hætta eftir viku og einn dag heldur þrjár vikur og einn dag. En það er allt í lagi, verð hér í viku og einn dag og svo niðr'í bæ í tvær.....það verður súperstuð. Fæ að ráðskast með tvo unga, sæta stráka.......múhahahaha!!!!!
.....ómissandi! Já heldur betur....en það er góð tilfinning. Ég er s.s. ekki að fara að hætta eftir viku og einn dag heldur þrjár vikur og einn dag. En það er allt í lagi, verð hér í viku og einn dag og svo niðr'í bæ í tvær.....það verður súperstuð. Fæ að ráðskast með tvo unga, sæta stráka.......múhahahaha!!!!!
þriðjudagur, júlí 06, 2004
Það eru....
....átta vinnudagar og fjórir klukkutímar eftir........það eru átta vinnudagar og fjórir klukkutímar eftir.........það eru átta vinnudagar og fjórir klukkutímar eftir......
......hljómar þetta nokkuð eins og ég sé farin að hlakka til að hætta???
......................nei ég bara spyr!!!
....átta vinnudagar og fjórir klukkutímar eftir........það eru átta vinnudagar og fjórir klukkutímar eftir.........það eru átta vinnudagar og fjórir klukkutímar eftir......
......hljómar þetta nokkuð eins og ég sé farin að hlakka til að hætta???
......................nei ég bara spyr!!!
Mikið ofboðslega langar mig í.....
....grísasamloku!! Ég þoli ekki þegar ég fæ svona tilfinningu...þið vitið "verð að borða nákvæmlega þetta annars get ég ekki hætt að hugsa um það" tilfinningu. Fæ reglulega svona tilfinningu gagnvart ostborgaranum á McDonalds en þessi er alveg ný......held að þetta sé vegna þess að ég er með nett BBQ sósu æði.
Hvar fær maður góða grísasamloku???
....grísasamloku!! Ég þoli ekki þegar ég fæ svona tilfinningu...þið vitið "verð að borða nákvæmlega þetta annars get ég ekki hætt að hugsa um það" tilfinningu. Fæ reglulega svona tilfinningu gagnvart ostborgaranum á McDonalds en þessi er alveg ný......held að þetta sé vegna þess að ég er með nett BBQ sósu æði.
Hvar fær maður góða grísasamloku???
mánudagur, júlí 05, 2004
Sunnudagurinn 4.júlí 2004......
.......verður lengi í minnum hafður sem "Dagur hinna löngu bílaraða". Ó já það er sko ekki gaman að vera fastur í hverri bílaröðinni á fætur annari eftir tveggja daga skrall og tilheyrandi svefnleysi.......og aumingja kúplingin á bílnum bíður þess aldrei bætur.
Talandi um skrall. Helgin var alveg þrusuágæt. Hitti mikið af fólki sem ég þekki, vini og vandamenn og kynntist fullt af fólki. Horfði á hesta og menn, borðaði hamborgara í massavís, rak Jönu greyið út úr tjaldinu vegna plássfrekju, vorkenndi Ingu greyinu í hennar helvíti á laugardeginum, hló og dansaði.
Svo kom sunnudagurinn. Eftir mótið tóku bílaraðirnar við. Ein stór til að komast út af mótssvæðinu, eina til að komast í bæinn og eina til að komast út úr "fokkings" Grafarvoginum eftir Metallica tónleikana.
Nokkrir punktar um Metallica tónleikana:
HEITT!!! Það var ill mögulegt að hreyfa sig án þess að líða út af af hita!
Ótrúlega slöpp stemming þar til kom að síðustu þremur lögunum (kenni um óbærilegum hita og loftleysi....maður djöflast ekkert við svoleiðis aðstæður)!
Lélegt hlóðkerfi eða lélegur hljómburður í höllinni gerði það að verkum að spilamennskan var ekki alveg að skila sér!
Ég varð fyrir miklum vonbrigðum þegar kom að Master of Puppets og One því fólk stóð þarna eins og asnar með krosslagðar hendur!
Helena litla frænka mín fór örlítið hjá sér við að standa við hliðina á mér þegar kom að Master of Puppets og One!
Þessi hljómsveit hefur rosalega gaman að því að spila!
Hvernig í ósköpunum fer bassaleikarinn (man aldrei hvað hann heitir....hann er líka frekar nýr) að því að standa svona heila tónleika......ég væri með brjálaðar harðsperrur....og hálsríg...þvílíkur flösuþeytari!
Alveg ótrúlegt að vera búin að vera aðdáandi í rúmlega 10 ár og komast svo tvisvar á tónleika með þeim á einu ári!
Korn var betri!
Tónleikarnir í fyrra voru betri!
........en því er ekki hægt að gleyma að þetta var Metallica....það jafnast fátt á við það að sjá þá á sviði!!
Ábending til tónleikahaldara sem hyggjast halda tónleika í Egilshöllinni:
Í GUÐANNA BÆNUM SKRÚFIÐ FRÁ HELVÍTIS LOFTRÆSTINGUNNI ÁÐUR EN ÞIÐ HALDIÐ AÐRA TÓNLEIKA!!!
.......verður lengi í minnum hafður sem "Dagur hinna löngu bílaraða". Ó já það er sko ekki gaman að vera fastur í hverri bílaröðinni á fætur annari eftir tveggja daga skrall og tilheyrandi svefnleysi.......og aumingja kúplingin á bílnum bíður þess aldrei bætur.
Talandi um skrall. Helgin var alveg þrusuágæt. Hitti mikið af fólki sem ég þekki, vini og vandamenn og kynntist fullt af fólki. Horfði á hesta og menn, borðaði hamborgara í massavís, rak Jönu greyið út úr tjaldinu vegna plássfrekju, vorkenndi Ingu greyinu í hennar helvíti á laugardeginum, hló og dansaði.
Svo kom sunnudagurinn. Eftir mótið tóku bílaraðirnar við. Ein stór til að komast út af mótssvæðinu, eina til að komast í bæinn og eina til að komast út úr "fokkings" Grafarvoginum eftir Metallica tónleikana.
Nokkrir punktar um Metallica tónleikana:
HEITT!!! Það var ill mögulegt að hreyfa sig án þess að líða út af af hita!
Ótrúlega slöpp stemming þar til kom að síðustu þremur lögunum (kenni um óbærilegum hita og loftleysi....maður djöflast ekkert við svoleiðis aðstæður)!
Lélegt hlóðkerfi eða lélegur hljómburður í höllinni gerði það að verkum að spilamennskan var ekki alveg að skila sér!
Ég varð fyrir miklum vonbrigðum þegar kom að Master of Puppets og One því fólk stóð þarna eins og asnar með krosslagðar hendur!
Helena litla frænka mín fór örlítið hjá sér við að standa við hliðina á mér þegar kom að Master of Puppets og One!
Þessi hljómsveit hefur rosalega gaman að því að spila!
Hvernig í ósköpunum fer bassaleikarinn (man aldrei hvað hann heitir....hann er líka frekar nýr) að því að standa svona heila tónleika......ég væri með brjálaðar harðsperrur....og hálsríg...þvílíkur flösuþeytari!
Alveg ótrúlegt að vera búin að vera aðdáandi í rúmlega 10 ár og komast svo tvisvar á tónleika með þeim á einu ári!
Korn var betri!
Tónleikarnir í fyrra voru betri!
........en því er ekki hægt að gleyma að þetta var Metallica....það jafnast fátt á við það að sjá þá á sviði!!
Ábending til tónleikahaldara sem hyggjast halda tónleika í Egilshöllinni:
Í GUÐANNA BÆNUM SKRÚFIÐ FRÁ HELVÍTIS LOFTRÆSTINGUNNI ÁÐUR EN ÞIÐ HALDIÐ AÐRA TÓNLEIKA!!!
fimmtudagur, júlí 01, 2004
Ég er að borða....
...nammi! Ég er ekki sátt við mig núna.......eða jú jú.....það er allt í lagi að fá sér smá nammi stöku sinnum. Ég er líka að fara að brenna þessu öllu á eftir.....og ná mér í stinnan rass í leiðinni, er meira að segja búin að setja saman rassstinningsnefnd sem ákvarðar hversu mikið rassinn stinnist við áreynsluna. Ég harðneita nefnilega að príla upp á Esjuna ef ég fæ ekki stinnan rass að launum.
Rétt er það.....Gugga "*hóst* *skyrp* hreyfing" ætlar að príla upp á Esjuna í dag. Ætlaði að fara í félagsskap Jönu og Ingu en Inga, svikarinn atarna, ætlar frekar að bruna á landsmót strax í kvöld. Ég sem var alveg búin að sjá það út að fjallgöngutilburðir okkar yrðu efni í fullkominn brandara sem myndi byrja eitthvað á þessa leið:
"A blonde, brunette and a readhead were klimbing up a mountain!"...
...en það verður að bíða betri tíma, en ljóskan og brúnkan halda ótrauðar áfram og ætla sér að ná í veglegar harðsperrur fyrir morgundaginn.
Það er reyndar alvega ágætt að rauðkan sé farin af stað. Hún getur þá náð í flott tjaldstæði fyrir partýtjaldið og undirbúið komu okkar.....skipulagt móttökuathöfn og smalað saman tjöldunarkrúi, því lágmark fjóra þarf til að tjalda herlegheitunum.
En hvað um það.....spennan er í hámarki og mér orðið flökurt á öllu namminu....úff!!
...nammi! Ég er ekki sátt við mig núna.......eða jú jú.....það er allt í lagi að fá sér smá nammi stöku sinnum. Ég er líka að fara að brenna þessu öllu á eftir.....og ná mér í stinnan rass í leiðinni, er meira að segja búin að setja saman rassstinningsnefnd sem ákvarðar hversu mikið rassinn stinnist við áreynsluna. Ég harðneita nefnilega að príla upp á Esjuna ef ég fæ ekki stinnan rass að launum.
Rétt er það.....Gugga "*hóst* *skyrp* hreyfing" ætlar að príla upp á Esjuna í dag. Ætlaði að fara í félagsskap Jönu og Ingu en Inga, svikarinn atarna, ætlar frekar að bruna á landsmót strax í kvöld. Ég sem var alveg búin að sjá það út að fjallgöngutilburðir okkar yrðu efni í fullkominn brandara sem myndi byrja eitthvað á þessa leið:
"A blonde, brunette and a readhead were klimbing up a mountain!"...
...en það verður að bíða betri tíma, en ljóskan og brúnkan halda ótrauðar áfram og ætla sér að ná í veglegar harðsperrur fyrir morgundaginn.
Það er reyndar alvega ágætt að rauðkan sé farin af stað. Hún getur þá náð í flott tjaldstæði fyrir partýtjaldið og undirbúið komu okkar.....skipulagt móttökuathöfn og smalað saman tjöldunarkrúi, því lágmark fjóra þarf til að tjalda herlegheitunum.
En hvað um það.....spennan er í hámarki og mér orðið flökurt á öllu namminu....úff!!