9 Guggudýrið <$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, júní 30, 2004

Þetta er allt....

...að koma. Ég á nákvæmlega 13 vinnudaga eftir (mínus hálftíma) og verð nú bara að viðurkenna að ég á í svolitlum erfiðleikum með að bíða þangað til.

Mótshaldarar Roskilde voru rétt í þessu að tilkynna að David Bowie væri hættur við tónleikana skv. læknisráði.........það getur greinilega haft alvarlegar afleiðingar að fá sleikjó í augað. Í staðinn fyrir Davíð ætlar hin ógurlega Slipknot að spila. Það er eins og að skipta út appelsínu og fá sér chilipipar í staðinn!

Jana litla í sumarfríi kom í heimsókn til okkar mömmu í gær og við fórum og tókum vídeó. Fyrir valinu var úberkerlingamyndin Mona Lisa Smile.......ekkert mikið um þessa mynd að segja nema það sáust nokkrar auglýsingar frá árinu 1954. Ein fannst mér alveg svakaleg. Á auglýsingunni voru leiðbeiningar fyrir eiginmenn um hvernig best er að mæla rétta hæð á straubretti fyrir eiginkonuna.........já það er betra að hafa svona hluti á hreinu!!

mánudagur, júní 28, 2004

Það hægist um....

...þetta hjá manni svona yfir sumartímann. Þetta er ekki viljandi gert....bara gerist. Svo er það nú ekki eins og það sé ekkert að gerast í lífi mínu....þvert á móti....nóg að gera.

Ég er t.d. búin að komast að einu um Íslendinga.....ef áfengi er á boðstólnum jafngildir það fylleríi. Ég var s.s. að vinna á báðum Deep Purple tónleikunum og ég verð að segja að ég hef sjaldan verið svona hneyksluð.....og ég verð sjaldan hneyksluð! Það var hægt að versla sér bjór þarna á uppsprengdu verði og eitt stykki anddyri með tónlist í bakgrunninum virtist gefa fólki þá hugmynd að það væri statt á sveitaballi en ekki á dýrindis rokktónleikum á miðvikudagskvöldi. Ég kíkti upp í stúku á fimmtudagskvöldið og ó men ó men þvílík stemming.

Eftir úbervinnutörn síðustu daga tók ég helgina í að slappa af og liggja í leti. Fór reyndar með Bítlabæjarbeibinu í bíó á föstudaginn. Það var froðumyndakvöld og myndin sem varð fyrir valinu er hin ótrúlega fyndna Eurotrip. Í sal 3 í Bíóhöllinni sátum við stöllur með helling af 15 ára unglingum og hreinlega görguðum úr hlátri....eða ég allaveganna. Verð hreinlega að opinbera það að þessi mynd skartar al fyndnasta bardagaatriði sem ég hef nokkurntímann séð.

Ekki einn bjór vætti kverkar mínar þessa helgi heldur var það hollustan sem blívaði. Rúntur og sjeik, göngutúr í Þrastaskógi, fótbolti og Tom Cruise og nýbónuð Púta er afrakstur helgarinnar og nú bíð ég með óþreyju eftir landsmóti um næstu helgi.

P.s. það verður örugglega partí í hústjaldinu ;)

mánudagur, júní 21, 2004

Sumt er bara...

.....allt of fyndið. Eins og það sem kom fyrir David Bowie á tónleikum um daginn þegar hann fékk sleikipinna í augað........múhahahaha.....sleikipinna í augað. ,,Hvað kom fyrir augað í þér minn kæri Davíð?" ,,Ja það kastaði einhver sleikjó í það!"...hahahah....híhíhíhí....æjæ...ég jafna mig seint á þessu!!

Í fréttum er þetta helst:

Litli frændi minn heitir Hjörtur Snær og er sætasti strákur í heimi!
Þrítugsafmælið var schnilld!
Það er bara þrælgaman að djamma á Útlaganum!
Alltaf gaman að hitta gamla sénsa!
Það er erfitt að sofa þegar einhver drengur er stöðugt að reyna að komast ofan í nærbuxur manns (ekki gamli sénsinn)!
Ég hef aldrei á minni ævi verið eins ofboðslega þunn og í gær!

Kæri Janus.
Þakka þér innilega fyrir að taka saman tjaldið og stoppa í Gósen til að kaupa mjólk og leyfa mér að æla úti í vegakanti og vorkenna mér ógurlega.
Ég skulda þér einn stóran (greiða eða bjór....þú ræður :))

föstudagur, júní 18, 2004

Andskotans....

.....djöfulsins....helvítis PMS!!!

Í tilefni mjög pirraðs og grumpy dags kemur húmor :þ:

Mig langar í svona hús!

Ljóskubrandari (nokkuð góður meira að segja):
A blonde dies and arrives at the Pearly Gates, where she is greeted by St. Peter.
"Welcome!" he says. "Because we are currently operating at 99% capacity, we can only let a limited number of souls into heaven. Therefore, you must answer my questions correctly to gain entrance."
"Okay," says the blonde.
"Here's your question: name two days of the week that begin with the letter T."
"That's easy. Today and tomorrow!"
"Well, that's not the answer I was thinking of, but I'll give you another question. How many seconds are there in a year?"
"That's easy. Twelve!"
"Twelve?"
"January second, February second, March second--"
"Okay, okay. I can see you misunderstood this question as well. Okay, one more chance. What's God's name?"
"That's easy. Howard!"
"Howard?"
"You know -- 'Our Father, who art in heaven, Howard be thy name..."

Mér finnst þessi svolítið Jönulegur:
A blonde and a brunette are walking down the street and pass a flower shop where the brunette happens to see her boyfriend buying flowers. She sighs and says, "Oh, crap, my boyfriend is buying me flowers again.....for no reason."
The blonde looks quizzically at her and says, "What's the big deal, don't you like getting flowers?"
The brunette says, "Oh sure.....but he always has expectations after getting me flowers, and I just don't feel like spending the next three days on my back with my legs in the air."
The blonde says, "Don't you have a vase?"

Þessi er svo fyrir Jönu:
It was recess and the pre-schoolers came in. The teacher asked Susie what she did today. ''Well, I played in the sandbox,'' she said. The teacher said, ''If you can spell sand, I'll give you a fresh-baked cookie.'' So Susie did.
Then Billy came in and the teacher asked what he did. ''I played in the sandbox with Susie,'' he said. ''If you can spell sand, I'll give you a cookie,'' the teacher said. So Billy did.
Then the little Russian boy said, ''Well, I wanted to play in the sandbox, but Billy and Susie were throwing rocks at me.''
The teacher said, ''Well, that sounds like discrimination. If you can spell that, I'll give you a cookie.''

Góða helgi

miðvikudagur, júní 16, 2004

ÉG þurfti að drepa....

....tímann milli 5 og 6 í gær. Ég fór því og keypti mér tölvu. Já! tölvan sem ég er búin að hafa augastað á var 27 þúsund krónum ódýrari í BT í gær en á þeim stað þar sem hún hefur hingað til verið ódýrust. Hún er svo falleg. Lítil, silfurgrá dúlla í fallegri tösku. Þetta er einmitt tölvan sem mig vantaði......Toshiba SA10, 2,5 GHz með 256 MB minni og 30 GB hörðum diski. Ég þarf reyndar að uppfær XP Home í XP Professional út af þráðlausa netinu í skólanum og það kostar heilar 13.000 krónur (rán um hábjartan dag) en það reddast. Svo fylgdi með oggulítil og sæt fartölvumús sem er á stærð við eldspýtustokk (með skrolli og öllu).....ég ætla að kalla músina Rúsínu. Nú er tölvan í hleðslu og ég hlakka svo til að fara heim eftir vinnu og knúsa hana.

Nú á ég bara eftir að borga skólagjöldin fyrir haustið (100.000 kall), borga leiguna í Aþenu (150.000 kall) og kaupa mér stafræna myndavél (20-25.000 kall). Talandi um "fle"......ein spurning......sko ég veit hvað Digital Zoom er og ég veit hvað Optical Zoom er....en hvað er Smart Zoom??? Svar er vel þegið því þá get ég ákveðið hvort ég ætla að skella mér á eina Sony Cybershot 3,2 MT á eingöngu 24.999 krónur.

Jæja nóg af þessu tækni mumbo-jumbó-i. 17.júní á morgun og ég tel það frekar líklegt að ég verði heima að lesa DaVinci lykilinn því sú aðferð sem sumir nota við að lesa bækur, sem felst í því að lesa 2-3 kafla á kvöldi hentar mér alls ekki......verð að taka þetta í einum rykk.

Hulda, Dóri og lillimann koma til landsins í dag. Lillimann fær nafn á laugardaginn við hátíðlega athöfn í Hrepphólakirkju og svo verður haldið upp á þrítugs afmæli föðursins með pompi og pragt.

Fór með Ingu á Starsailor á föstudagskvöldið. Við skemmtum okkur frábærlega. Mér fannst flest lögin mjög góð, stemmingnin frábær (fyrir utan fullu stelpuna með ofurskoruna og kærastan hennar sem voru alltaf að bögga greyið bassaleikarann...fóru nett í taugarnar á mér) og söngvarinn augnakonfekt (reyndar of sykursætur fyrir okkur Ingu...enda fannst okkur báðum bassaleikarinn sætari :)). Það má vel vera að lögin séu ekkert sérstaklega frumleg því það eru óteljandi svona hljómsveitir í gangi þessa dagana, en að fólk sé stimplað ófrumlegt og staðnað (man ekki hvernig Mausarinn orðaði þetta í Fréttablaðinu en minnir að orðið FM-hnakki (eða önnur álíka móðgandi samlíking) hafi komið upp) fyrir að hlusta á þetta finnst mér nú ekki sanngjarnt......og hreint út sagt móðgandi. Ekki er allt öðruvísi og frumlegt gott....sbr. Gostdigital...sem mér finnst reyndar alveg bráðfyndnir....í hófi. (Þetta var ekki reiðifyrirlestur...þetta voru hugsanir dálítið undrandi manneskju)

Svo verð ég nú að nota tækifærið og koma því á framfæri að frá og með síðast laugardegi er Guggudýrið með diplomagráðu í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum og fékk af því tilefni forlátan pinna með merki skólans sem er nú í uppáhaldi. Að lokum var svo haldið upp á áfangann með viðhöfn og nóg af bjór............ :)

föstudagur, júní 11, 2004

Ef MBL segir manni ekki hvernig....

....best sé að haga sér þá veit ég ekki hvað!

Hollt kynlíf
Háskólanemar sem stunda reglulega kynlíf fá betri einkunnir en þeir sem lifa einlífi, að sögn félagsfræðings við háskólann í Hamborg, Werner Habermehl. Hefur hann rannsakað frammistöðu hóps nema og kannað hvernig þeir stóðu sig meðan þeir sváfu hjá. Síðan var niðurstaðan borin saman við frammistöðu hóps sem segist að minnsta kosti hafa lifað einlífi og verða menn að vona að þeir skrökvi ekki.
Kynlífið virtist auka andlega getu nemanna. Þeir sem stunda reglulega kynlíf fá hærri einkunnir og þurfa minna fyrir námskeiðunum að hafa en þeir sem sofa einir. Og hinir síðarnefndu þurftu að puða mun meira en hinir til að klára hvert námskeið og ná þokkalegum einkunnum

Note to myself: Stunda meira kynlíf!!

miðvikudagur, júní 09, 2004

Þetta brúnkukrem mitt...

....er nú alveg ofvirkt. Bar á mig snemma í gærkveldi (vandaði mig meira en á laugardaginn) og var orðin alveg þokkalega brún áður en ég fór að sofa en þegar ég vaknaði í morgun hélt ég í alvörunni að ég væri búin að skipta um kynþátt....fékk vægt áfall!

Mamma mín átti afmæli í gær og af því tilefni bakaði hún kökur.....uppáhalds kökurnar mínar. Hægt að fullyrða að ég borðaði eins og soltið svín.

Ég þjáist af leiðinda kvilla. Undanfarna þrjá daga er ég búin að vera með krónískan fjörfisk í hægra auganu og er orðin nett pirruð á því að vera alltaf að blikka alla og skiptir þá engu máli hvort sá aðili sem ég blikka er karl eða kona, fríður eður ei. Finnst reyndar allt í lagi að blikka í gríð og erg sæta stráka.......en öllu má nú ofgera.

Spurning dagsins:
Hvernig er hægt að sleppa því að borða súkkulaði þegar við hliðina á manni stendur full skál af girnilegum súkkulaðibitum sem alltaf er verið að fylla á??

mánudagur, júní 07, 2004

DV á verðlaun skilið.....

....fyrir fyrirsögnina á forsíðu blaðsins í dag:

Smáhundur kramdist í nauðgunartilraun

Í meira lagi tvíræð setning!!
Sunnudagurinn eftir.....

....laugardaginn var syfjaður. Enda ekkert skrýtið því stuðið var í hávegum haft á laugardagskveldið. Ógrynni af méði rann ljúflega niður kverkarnar enda ekki annað hægt þegar ekki þarf að borga krónu fyrir. Rúnturinn var Framheimilið, skrifstofa á Laugaveginum (með svölunum), Ölstofan, 22, 11, Sirkus, 22, Nonnabiti, rúm.
Helstu punktar helgarinnar:
Tveir flottir marblettir eftir hrösun í stiganum á 22 (kenni nýju túttuskónum um...og méðinum...og asnalegum stiga :þ).
Mjög flekkóttir handleggir eftir brúnkukremsáburð.
Lokast úti á svölum á Laugaveginum (vandræðalegt augnablik að mínu mati, stelpurnar búnar að fullvissa mig um að þetta hafi ekki verið svo bjánalegt).
Hitta Soffíu Sveins þrisvar sinnum (ef við teljum fimmtudagskvöldið með).
Borða úti á Vegamótum í góðum félagsskap og sól.
Ísinn og eftirrétturinn á sunnudaginn (nammi namm).
Ruglast iðulega á glasinu mínu með vatni í og glasi með vodka í tónik (ekki gott að taka gúlsopa af þeim viðbjóði).
Hláturskast áður en ég sofnaði því beddinn sem ég svaf á pompaði við hausgaflinn.
Einkennilegi sjómaðurinn sem festist við mig meðan ég beið úti eftir Nonnabitanum.
Fá miðann hennar Öllu á Starsailor því hún kemst ekki (sjáumst þar Soffía).
Delicatessen í Ríkissjónvarpinu á sunnudagskvöld (eitt fyndnasta atriðið kvikmyndasögunnar er í þeirri mynd (það skemmtilegt að Coke hermdi eftir því í auglýsingu)).
Harry Potter á föstudagskvöldið (aumingja Daniel litli...Harry Potter og heróín fer nú ekki mjög vel saman).
Stara í hálftíma á hús á laugaveginum af því mér fannst það svo æðislegt (!!!).

Segjum ekki meira um það! Er að pæla í að slaka á um næstu helgi. Það eina sem er á döfinni eru Starsailortónleikar á föstudagskvöld og útskrift á laugardaginn....ekkert útskriftarpartý....Gugga er þæg stelpa!!!

fimmtudagur, júní 03, 2004

Ruslana......

.....eða Druslana??? Það er stóra spurningin.

Kíkið á
Kannski er þetta....

...leiðinleg færsla en ég verð nú bara að eins að tjá mig um ummæli ýmissa manna varðandi ákvörðun forseta okkar að neita að skrifa undir fjölmiðlafrumvarpið. Allt þetta er tekið af mbl.is.

Þetta lætur Einar K. Guðfinnsson hafa eftir sér:
"Einar K. Guðfinnsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks, segir ákvörðun forseta Íslands um að synja lögum um fjölmiðla staðfestingar, hafa komið sér mjög á óvart og í engu samhengi við það sem vænta hefði mátt. Ekki sé sjálfgefið að málið fari fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu.
Hann segir ekki sjálfgefið að atkvæðagreiðsla fari fram um málið. "Ég vek athygli á að um þessi mál er mikill ágreiningur meðal fræðimanna.""


Þetta er ákvæðið í stjórnarskránni:
"Um synjunarvald forseta Íslands er fjallað í 26. grein stjórnarskrárinnar. Þar segir orðrétt: "Ef Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp, skal það lagt fyrir forseta lýðveldisins til staðfestingar eigi síðar en tveim vikum eftir að það var samþykkt, og veitir staðfestingin því lagagildi. Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu.""

Afsakið hlé!! Maður þarf greinilega að vera lögfræðingur eða stjórnmálamaður til þess að túlka þetta öðruvísi. Ég sé ekki betur en að þetta standi þarna staf fyrir staf. Reyndar er einhver spurning um eitthvað annað ákvæði sem stangast á við þetta ákvæði en er þetta ekki undantekningarákvæði.....sem sannar regluna?

Þetta segir Jón Steinar:
"Jón Steinar Gunnlaugsson, prófessor í lögum, sagði í Kastljósi Sjónvarpsins að sú ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, að staðfesta ekki fjölmiðlalögin, breyttu eðli forsetaembættisins og gerði það pólitískara. Sagði Jón Steinar að endurskoða þurfi þessi ákvæði stjórnarskrárinnar og ákveða hvort menn vilji að forsetinn fari með þetta vald eða afnema það og kveða með öðrum hætti á um með hvaða hætti lög verði borin undir þjóðaratkvæðagreiðslu."

Skjús mí! Var Ólafur að breyta forsetaembættinu? Ég hélt að þetta hefði alltaf verið svona.....svona er maður nú einfaldur......og Óli klár!!

Svo er ég líka ekki á eitt sátt við þá skoðun sumra að forsetaembættið sé bara upp á punt. Þetta er einmitt sannar fyrir mér tilganginn með þessu embætti. Ef sumir telja að tilgangur þessa embættis sé eingöngu að standa í kynningarbásum um allan heim og dásama Ísland í bak og fyrir þá er eitthvað að.

Og hana nú!!!

miðvikudagur, júní 02, 2004

Plafffff..........

.................!!!!
Er óeðlilegt að.....

....hlakka svona mikið til að fá að borða? Ég held að það sé alveg öruggt að maturinn sem ég fæ í hádeginu í dag (eftir c.a. 26 mínútur) sé uppáhalds maturinn minn. Kjúklingabringur, marineraðar upp úr BBQ sósu, soyja sósu og apríkósumarmelaði...mmmmm!!!

...........24 mínútur eftir........

þriðjudagur, júní 01, 2004

Jæja þá er hægt....

....að stroka þetta út af "things to do before I die" listanum. Sá Korn á hreint út sagt mögnuðum tónleikum á sunnudaginn. Gargaði, hoppaði og slammaði eins og geðsjúklingur (nei ég slammaði nú kannski ekki :). Fannst þó samt eitthvað vanta upp á stemminguna um miðbik tónleikanna....en það lagaðist. Jonathan Davis er nett geggjaður á sviði.....er nú reyndar nett klikk í hausnum líka en hvað um það. Varð örlítið svekkt þegar Gerður súpertútta hafnaði boði fertuga, síðhærða, hrukkótta hljóðmannsins um að standa uppi á kassa við hliðina á honum. Áður en hún sagði nei var ég komin hálfa leið (í huganum) í partí með bandinu sem hann hefði að sjálfsögðu komið okkur í :þ Gerður hann var ekkert svo ógeðslegur!!!

Var bent á að skoða Metallica miðann minn aðeins nánar og athuga hvað ég sæi athugavert við hann. Eftir smá stund komst ég að því að tónleikarnir verða haldnir í Egilshlöllinni en ekki Egilshöllinni eins og ég hélt. Bara búið að gefa út fimmtánþúsund miða með örlítilli stafsetningarvillu.....bókað að einhver dúddi verður látinn fjúka á þeim bænum!!

Annars er nóg að gera. Guggudýrið keyrir í bæinn á hverjum morgni núna. Er reyndar ofurfljót að krúsa Heiðina því Pútan er útvarpslaus og maður getur nú orðið dáldið leiður á sínu eigin góli......svo ískrar svo mikið í rúðuþurkunum að ég á ábyggilega eftir að beygja inn að Sogni áður en langt um líður og láta leggja mig inn áður en ég veld einhverjum skaða sökum geðveilu.

Annars er þetta nú ekkert til þess að djóka með núna í ljósi þess hvað gerðist um helgina. Það er ofar mínum skilningi hvernig manneskja getur gripið til þess að myrða börnin sín í svefni. Af hverju leitar fólk sér ekki hjálpar áður en allt fer á versta veg.....af hverju gerði fjölskylda hennar ekki neitt.....þau viðurkenna að hafa vitað að ekki var allt með felldu og voru hrædd um konuna. En það er ekki hægt að ásaka þau.....hvernig áttu þau að geta ímyndað sér að hún myndi gera það sem hún gerði. Af hverju gat hún ekki bara drepið sjálfa sig og látið börnin í friði???

Heimurinn versnandi fer!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?