9 Guggudýrið <$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, apríl 29, 2004

Ég er dottin í......

....lestur!! Er það ekki dæmigerð ég, að þegar skólinn er búinn þá taki ég upp bók og loka mig af frá umhverfi mínu til þess að liggja eins og skata upp í sófa fleiri klukkutíma og lesa. Ég var nú reyndar mjög temmileg í gær, las ekki nema fyrstu 100 blaðsíðurnar eða svo í nýju bókinni minni, sem b.t.w. heitir "How to meet cute boys" (smá ruglingur í gær). Bókin er svona blanda af Sex and the City og Bridget Jones' Diary.....alveg massa fyndin.

Frá því ég kom heim úr vinnunni í gær og fram eftir kveldi lá ég s.s. upp í rúmi og veinaði af hlátri. Það eina sem skyggði á annars ágætt lesturskvöld voru tíðar baðherbergisferðir, sem ég kenni kjúklinganúðlusúpunni með fiskibragðinu um (jakk).

Búin að standa í ströngu í dag við að verja afmælismáltíðina sem ég óskaði eftir og var á boðstólnum í dag. Tvær sendu mér illt augnaráð þegar þær strunsuðu út í sjoppu til þess að kaupa sér pulsu. Ég glotti bara og borðaði mín sérpöntuðu hrossabjúgu með jafningi, kartöflum og tómatsósu með bestu lyst. Þetta eru nú meiri helvítis borgarbörnin sem ég vinn með. Ein sagði meira að segja að hún gæti ekki hugsað sér að borða vini sína.......mig langaði til að spyrja hana hvort hún hefði nokkurn tímann mokað hrossaskít.......en ég hélt í mér.....dipló ég!

Minning dagsins:
Tunna úti í bílskúr full af söltuðu hrossakjéti.......mmmmm!!!

Stafsetningarvilla mánaðarins:
Hlæja með gjéi (hlægja)........aulalegt!!!

miðvikudagur, apríl 28, 2004

Ári eldri........

......og heilbrigðari en gengur og gerist.

Samkvæmt nýjustu mælingu á heilsufari mínu eru niðurstöðurnar þær að kólestrólið mælist varla e. <3,5 (mælitækið fer ekki neðar), hvíldarpúlsinn er 57 (sem er mjög góður þjálfunarpúls), BMI stuðullinn er 24 (mætti lækka að mínu mati) og blóðþrýstingurinn er 95/60. Efri mörkin eru nú reyndar aðeins of lág en ég á bara að drekka meira vatn og fá mér tebolla ef mig svimar.

Og hvað segir þetta mér?? Jú það er allt í lagi að hreyfa sig ekkert, reykja og djamma eins og vitleysingur!! Ég þarf engar áhyggjur að hafa :)

Gærkveldið var yndislegt. Góðir vinir hittu mig á kaffihúsi þar sem ég fékk frábærar gjafir, geggjaða skó, eyrnalokka og bókina "How to date cute guys" :) Litla frænka kom mér á óvart með því að panta handa mér súkkulaði "brownie" og fékk þau á Vegamótum til að skreyta hana flott og setja kerti á. Svo fékk ég eitt freyðivínsglas í boði hússins.

Ég er búin að eignast uppáhalds þjón á Vegamótum. Þegar við litla settumst niður í gær kom hún til okkar og skjalli því við vorum svo fínar. Við sögðum henni að það væri vegna þess að ég ætti afmæli, væri 27 ára í dag. Þá missti stelpan andlitið og sagði (orðrétt!): ,,Í alvöru? Þú lítur út fyrir að vera miklu yngri"

Brosið fór ekki af mér allan daginn. Mér finnst alveg rosalega gaman að eiga afmæli......bara verst að talan hækkar alltaf :þ

Að lokum við ég þakka fyrir frábærar gjafir og allar kveðjurnar sem ég fékk :)

þriðjudagur, apríl 27, 2004

Það er æðislegt........

........að eiga afmæli :)

Er að tíja mig til á kaffihús.......hlakka til að hitta stelpurnar.........sýnist sem svo að ég fái kannski smá glaðning......ekki er það verra :)

Tók prófið sem er á Bola síðu og verð nú bara að segja að niðurstaðan kemur ekki svo mjög á óvart....ég meina hvað er lífið án fjölbreytni???
boyfriend

Actually, you need 2 OR 3 boyfriends.


Yeah, you’re the wild, adventurous one.

Voted Most Likely To Have A Three-way by your sorority.
And why not? Life’s too short to take it one cock at a time, right?

As long as nobody gets hurt, ain’t nothin’ wrong with it, no how.
This does not, by any means, make you a slut.

In fact, if anyone ever calls you that, it’s only because they’re jealous.
Do You *Need* a Boyfriend?

More Great Quizzes from Quiz Diva

Þrír....tveir....einn....

.....júhú!!! Besti dagur ársins er byrjaður!!

:o) :o) :o) :o) :o) :o) :o) :o) :o) :o) :o) :o) :o) :o) :o) :o) :o) :o)

mánudagur, apríl 26, 2004

Jú jú......

.....still alive and kicking!!!

Það er ekki laust við það að ég finni fyrir örlitlum trega. Á morgun er nefnilega í síðasta sinn sem ég fer í skólann. Ég er s.s. búin að klára þetta blessaða diploma nám sem ég er búin að vera í samfleytt í 18 mánuði mínus einn mánuð í sumarfríi. Veit ekki alveg hvernig ég á að höndla allan þennan tíma sem ég get nú eytt í hvað sem er.........alveg viss um að ég á eftir að detta í Leiðarljós........eða ekki!!!

Pollíönnu dagur í dag. Fékk eina pirraða til að brosa........góðverk dagsins :) Ég sá líka konu labba framhjá glugganum mínum áðan og gat ekki annað en glott út í annað því búkurinn var svona hálfu skrefi á eftir löppunum. Spjallaði líka við mann í dag sem hafði þann skondna ávana að tyggja gervitennurnar sínar í gríð og erg.

Helgin var frábær. Tvö ótrúlega vel heppnuð djömm. Hef sjaldan dansað eins mikið. Þótt ótrúlegt sé þá fannst mér geggjað að dansa í Kefló við hryllilegu R&B tónlistina.......en það var nú bara af því djókið og fíflaskapurinn var í fyrirrúmi.....alveg 120 króna virði!! Vil þakka Soffíu Sveins fyrir að benda mér á 22 þegar kemur að "after hour" tjútti.......ótrúlega skemmtileg tónlist.

Lýsingarorð dagsins er ótrúlegt!!!

laugardagur, apríl 17, 2004

Einkar áhugaverð......

.....stjörnuspáin mín í DV í dag! Ekki það að ég lesi stjörnuspánna mína......er lítið fyrir svona efni en fyrir einhverja tilviljun las ég spánna í dag og hún hljómar svo:

Hlífðu sjálfinu fyrir því að gera eitthvað sem stríðir alfarið gegn nautseðli þínu. Hlustaðu á þína innri rödd sem öskrar til þín eftir breytingum ef henni líður illa og eina sem þú þarft að gera er að hlusta.

Þetta sagði mér það sem ég er búin að vera spyrja sjálfa mig að undanfarnar vikur........ég er bara að spá í að hlusta á mína innri rödd og hlýða!

Litla frænka er á leiðinni með rútunni. Við ætlum að kíkja á Krúsina í kvöld ásamt Söndru Dee og ég er jafnvel að spá í að fá mér einn bjór.......og þá líður mér vel :)

ps. Til hamingju með afmælið Soffía

föstudagur, apríl 16, 2004

Þungt ský liggur....

....yfir mér núna!! Ég var að ákveða hvað ég ætla að gera um helgina. Ég ætla að:

-fara til mömmu og pabba.
-horfa á Skjá Einn eða Ríkissjónvarpið
-kannski að plata mömmu eða pabba til að splæsa í vídeóspólu og Kentucky
-...................???????

Hljómar spennadi.........ekki satt???

Það sem verður ekki gert um helgina:

-skemmta sér í góðra vina hópi (*grenj*)
-drekka bjór (*greenjjj*)
-eyða peningum í eitthvað skemmtilegt (*buhuhuhuuu*)

Ég trúi því varla að ég ætli ekki að fara út á lífið um helgina......djöfull hata ég að vera blönk!!! Ég fór ekkert að djamma um páskana og ekkert núna..........fokking 7 fríkvöld í röð. Mér líður eins og ég sé komin aftur í sambúð.........hanga heima allar helgar og horfa á vídeó það sem eftir er ævinnar.........bjakk!!!

Ef einhver vill bjóða mér á djamm um helgina þá er ég til :)

miðvikudagur, apríl 14, 2004

Ég var að enda við að.....

......naglalakka mig og nú þarf ég að pissa......demit!!!! Snilldar tímasetning eins og alltaf!!

Var í bíói. Sá The Whole Ten Yards.........The Whole Nine Yards var mun betri. Annars er Matti Perri alltaf í uppáhaldi hjá manni.....sérstaklega af því maður þekkir hann næstum því í gegnum litlu frænku sem svo eftirminnilega tók í spaðann á kauða í Lundúnum um árið ;)

Talandi um litlu frænku. Hún var að hlægja að mér áðan af því ég er með skál á náttborðinu mínu sem í eru smokkar og AA rafhlöður. Ég útskýrði fyrir henni (alltaf að leggja henni lífsreglurnar (eða reyna það a.m.k.)) að þetta væri það eina sem einhleypar konur í dag þyrftu.........full skál af ónotuðum smokkum og notuðum AA rafhlöðum.
Konur eru....

....kynlegir kvistir!!!

Í allan dag er pirringstaugin mín búin að vera þanin til hins ítrasta. Í mínum huga eru flestir sem hafa vogað sér að yrða á mig fífl og hálfvitar og ekki við bjargandi. Prentarinn tók upp á því að bila í dag og þegar ég tók mig til og urraði (hátt) á prentaragreyið áttaði ég mig á því hvernig ég var búin að hugsa í allan dag. Ég fór að velta því fyrir mér af hverju í ósköpunum ég væri svona yfirmáta óeðlilega pirruð út í allt og alla, meira að segja saklausan prentarann. Og ég komst að niðurstöðu þegar ég fann gamalkunnan sting í kviðarholinu. SKömmu seinna var allur pirringur horfin á braut og ég orðin eins og ég er dagsdaglega...........YNDISLEGA ÆÐISLEGA ÆÐISLEG :)

Já hormónar eru merkilegt fyrirbæri!!!
Ég er mikið að spá....

....í digital myndavélum þessa dagana. Ég ætla nefnilega að kaupa mér eina sem fyrst svo ég geti sleppt myndasjúklingnum í mér lausum aftur. Ég er búin að finna eina ágæta á mjög góðu verði en það er bara eitt sem ég er að velta vöngum yfir og það er upplausnin. Í auglýsingunni stendur þetta:
Upplausn: 2976x2240 (6M) INTERPÓLERAÐ
2320x1744 (4M) INTERPÓLERAÐ
1600x1200 (2M)

Hvað í ósköpunum þýðir INTERPÓLERAÐ???
Ef einhver veit það þætti mér vænt um útskýringu :)

Svo ætla ég líka að kaupa mér fartölvu. Er búin að finna eina hræódýra en góða. Kostar ekki nema einhvern 80 þúsund kall. Þegar ég talaði við sölumanninn spurði hann mig alls konar spurninga og komst að því að fyrst ég er ekki að download-a einhverjum leikjum þá þarf ég ekkert svo rosalega öfluga tölvu.

Hollustumatar(r)æðið gengur vel. Mallakútur er ekki sáttur en er að fara að sætta sig við breyttar aðstæður. Varð voða ánægður í gær þegar ég blandaði snilldarbragðgóðan búst en reyndi svo eins og hann gat til þess að fá smávegis af súkkulaðinu sem lá á borðinu á kaffistofunni í morgun....án teljandi árangurs.

þriðjudagur, apríl 13, 2004

Þrátt fyrir óeðlilega mikla.....

....leti og ómælt magna svefns um páskana er ég hundþreytt. Þetta voru skrýtnir páskar. Ég þreytti hetjulega baráttu við hor sem átti það til að slettast í allar áttir í ofsafengnum hnerrköstum, djammaði ekkert (!) og komst að því að körfubolti er ekki mjög skemmtileg íþrótt.

Það varð líka eins og ég spáði fyrir um, að ég ætti ekki eftir að borða páskaeggið mitt fyrst ég skutlaði mér ekki á það strax á skírdag og nú er ég búin að arfleiða pabba að restinni, þar með talið botninum sem er lang bestur. En við pabbi eigum nú eitt páskaegg eftir og ætlum að borða það í sameiningu í næstu heimsókn.

Bumban mín sá sér leik á borði um hátíðina og ákvað að taka á rás út á við eftir að hafa minnkað örlítið upp á síðkastið. Nú er s.s. ekkert annað á mínum matseðli en gulrætur, hrökkbrauð og vatn. Bumban varð ekki sátt við nýjan hollustumatseðil í morgun og gaf bara skít í allt saman.

miðvikudagur, apríl 07, 2004

Páskaegg....páskaegg...

...páskaegg...páskaegg!!! Er alveg að missa mig í páskaeggjaátstilhlökkun. Ég er að hugsa um að byrja á mínu á morgun. Af hverju? Af því að á páskadag er ég yfirleytt búin að borða svo mikið af óhollustu að ég hef enga lyst á egginu mínu. Ég er alveg búin að skilgreina mig. Ég er svona "Desertinn fyrst" manneskja.

Ég er s.s. búin að borða tvö páskaegg frá Nóa nr.1 (þessi oggulitlu) (og það er ekki komið hádegi) (svaðalegt!!) og er auk þess alin upp á heimili þar sem málshátturinn skiptir mestu máli. Báðir málshættirnir eru nokkuð góðir:

Af engu kemur ekkert.............einmitt það sem ég var að hugsa um daginn!!

Gott er að hafa mikinn mat og marga helgidaga...............heheheheh!

Ég er að hugsa um að skella mér í páskafrí..........takk fyrir og góða nótt!!!

þriðjudagur, apríl 06, 2004

Mikið líður mér.....

....vel núna!! Ég komst að því í hádeginu að hinn ungi bretaprins sé búinn að afmeyja Kötu litlu. Hvað er að!?!?! Hverjum er ekki sama um hvort ungi faðir ungabarns ungu stúlkunnar sé hálfviti eða að nýi kærast Kristínar Afkáralegu sé ljótur eða að bretaprins sé að pota í kærustuna sína??? Af hverju er fólk að lesa þennan bleðil...........af hverju er ég að lesa þennan bleðil??? Jahá...!! Þá komum við að kjarna málsins........ég er bara pirruð út í sjálfa mig fyrir að lesa bleðilskrattann og með því játa yfirborðsmennsku mína og þörf fyrir að smjatta á einkalífi annarra.

Markmið dagsins: Hætta að lesa DV!!!

Jæja....þá er ég búin að fá útrás fyrir því sem er búið að angra mig........

Einn dagur í páskafrí..............hvað ég hlakka til. Mig langar að gera eitthvað ótrúlega skemmtilegt í páskafríinu......hvernig væri að skreppa bara í Karabíska hafið!!!

Ég gæti líka skroppið á körfuboltaleik með Bítlabæjarbeibinu. Hún fór á laugardaginn síðasta á einn svoleiðis viðburð og lét bara nokkuð vel af. Væri líka til í að skreppa í bítlabæinn.....það var svo gaman þar um síðustu helgi :)

Loksins náði ég að hafa sjónvarpskvöld í gær.......fyrsta mánudaginn í langan tíma. Ég og frænka horfðum með áfergju á OC og Survivor og gleymdum okkur í endalausu ástarhjali sem einkenndi þessa tvo þætti í gær. Já "love is in the air", sól skín í heiði og vorið er komið......lalalalalalal!!!!

mánudagur, apríl 05, 2004

DV er bara orðið...

....eins og versta klámblað! Var að lesa mjög nákvæma lýsingu á ástarlífi David Beckham og mér leið eins og ég væri að lesa senu úr rauðu seríunni. Ég get svarið það!

Helgin var algjör snilld....eða laugardagskveldið þar að segja. Það var ótrúlega mikið stuð í Bítlabænum, bjórinn á tilboði og myndarlegir karlmenn á hverju strái. Klukkan að ganga átta þegar við loks skriðum heim í ból. Sunnudeginum þess vegna eytt í svefn og matarúttroðslu.

Mikið er ég ánægð með að páskarnir eru að koma. Vinna fram á miðvikudag og svo bara heilir fimm dagar í fríi. Alveg búin að ákveða hvernig ég ætla að ráðstafa þessum dögum. Sofa, horfa á vídeó, spila í Hríslholtinu og borða páskaeggið mitt (númer fimm frá Nóa).

Lína kvöldsins er sú besta sem ég hef heyrt og á höfundur hennar verðlaun skilið fyrir frumleika:
,,Ég er að fara á íþróttaæfingu klukkan 10 í fyrramálið........viltu hita mig upp?!?!?"

föstudagur, apríl 02, 2004

Ég var að tala við mann....

....sem er eins og snýttur úr nösunum á Jabba the Hut!!!

Ég er búin að ákveða.....eftir talsverða íhugun.....að fara ekki á Deep Purple. Af hverju? Jú....af því að ég er hrædd um að það eigi eftir að skemma álit mitt á sveitinni. Kannski á ásýnd gamalla karlfauska að rembast við að halda í leyfar af fornri frægð eftir að brengla alla skynjun mína á tónlist. Eftirköstin gætu orðið svo alvarleg að ég gæti hugsanlega farið að hlusta á Justin Timberlake eða jafnvel Atomic Kitten og fílað í botn. Nei ég held barast að ég sitji frekar heima og setji bara disk í spilarann og ímynda mér að ég sé á tónleikum árið 1974.

ps. Ef einhver vill endilega bjóða mér á tónleikana má endurskoða þessa ákvörðun.

fimmtudagur, apríl 01, 2004

Þá var ég loksins....

...að fá það staðfest! Fjórir miðar á Pixies eru á leiðinni til mín í pósti :) Ég á einn, Inga einn, Halla einn og svo er bara spurning hvað ég geri við þann síðasta....er búin að spyrja Gerði hvort hún vill hann. Já þetta þýðir þá að ég á auka miða á fyrri Korn tónleikana......ef einhver hefur áhuga (keyptir í Skífunni).

Boli finnur engan til að koma með sér á Placebo tónleikana og ég fann engan til að koma með mér á Deep Purple. Mér finnst að það ætti að leysa þetta með því að skella þessum tónleikum saman, þá getum við farið með hvor annarri :)
Í dag er....

....1. apríl og ég vona innilega að fólk sé ekki að plana að skella sér á Bruce Springsteen tónleika á Nasa í kvöld. Það var víst fullt af fólki sem mætti á ónefndan stað í morgun til þess að fá fría brjóstastækkun.....það á víst að sýna þessa vitleysinga í sjónvarpinu í kvöld :)

Ég vaknaði hlæjandi í morgun.....þar af leiðandi er ég í sólskinsskapi í dag. Vakna s.s. við Tvíhöfða og Jón Gnarr fór í fýlu út í Sigurjón fyrir að leyfa sér ekki að segja sína skoðun á ákveðnu máli. Jón var mjög sár en á endanum sættust þeir og sungu saman lag....snilld!!

Ég verð kannski ekki í svo miklu sólskinsskapi í kvöld. Ég þarf nefnilega að læra fyrir próf. En Pollýana tekur völdin og ég get huggað mig við það að þetta er eina prófið sem ég þarf að taka á þessari önn.

Horfði á frábæra mynd í gær. Var að sjá hana í annað skipti og hún er jafn frábær og í fyrsta skipti. Hún heitir The Boondock Saints og ég mæli með henni.

Það er allt að gerast. Bítlabæjarbeibið fékk óvænta heimsókn í gær og Kuldaboli ætlar að virkja drusluna í sér um helgina og sjá hvort það ber einhvern árangur. Ég.......ég er með fulla skál af súkkulaði fyrir framan mig ;)

Í dag er 1. apríl sem þýðir að besti mánuður ársins er byrjaður :)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?