mánudagur, nóvember 24, 2003
Bíllinn minn er....
...bilaður. Já já...heddpakkningin (veit ekki hvernig á að skrifa þetta en er sagt svona) er farin. Fyrir einhverja tæra snilld var ég stödd á Selfossi þegar það gerðist þannig að nú er pabbi að redda þessu og ég á druslunni hans á meðan....ég á besta pabba í heimi!!!
Er óvænt að vinna til 6 þessa vikuna og á svo að gera það líka í næstu viku. Þegar ég vinn til sex þá þarf ég nefnilega ekki að mæta fyrr en 12 á hádegi þannig að í morgun var ég svo dugleg. Braut saman þvottinn, pantaði tíma í litun og plokkun (kominn tími á það enda er ég búin að gefast upp á þessu sjálf) og fór svo í Kringluna og keypti heilar 6 jólagjafir af 11 fyrir ekki svo mikinn pening...ótrúlega dugleg!!
Datt snjallræði í hug fyrir rúmum þremur vikum síðan. Í var í sturtu og stóð með rakvélina á lofti og ætlaði að renna henni eftir handakrikanum þegar ég...af einhverjum óskiljanlegum ástæðum...ákvað að sleppa því.....og safna!! Já já...ég fór að hugsa með mér að ég hef aldrei haft hár þarna og það væri nú svolítið gaman að sjá hvernig þetta lítur út. Ég ákvað s.s. að safna fram að jólum eða í tvo mánuði og nú er mánuður liðinn og ég hef komist að eftirfarandi um brúskinn:
* Hann er ljós
* Hann vex u.þ.b. sentimeter á mánuði
* Hann kitlar
* Hann krullast
* Hann er ekki þægilegur
* Hann magnar ekki svitalykt
Þetta með kitlið er kannski ekki alveg satt. Ég ætti frekar að segja að mér klæjar undan brúskfjandanum og veit ekki hversu lengi ég þrauka í viðbót. Það kemur bara í ljós.
Annars er ég hætt í dag....
...Brúskulína
...bilaður. Já já...heddpakkningin (veit ekki hvernig á að skrifa þetta en er sagt svona) er farin. Fyrir einhverja tæra snilld var ég stödd á Selfossi þegar það gerðist þannig að nú er pabbi að redda þessu og ég á druslunni hans á meðan....ég á besta pabba í heimi!!!
Er óvænt að vinna til 6 þessa vikuna og á svo að gera það líka í næstu viku. Þegar ég vinn til sex þá þarf ég nefnilega ekki að mæta fyrr en 12 á hádegi þannig að í morgun var ég svo dugleg. Braut saman þvottinn, pantaði tíma í litun og plokkun (kominn tími á það enda er ég búin að gefast upp á þessu sjálf) og fór svo í Kringluna og keypti heilar 6 jólagjafir af 11 fyrir ekki svo mikinn pening...ótrúlega dugleg!!
Datt snjallræði í hug fyrir rúmum þremur vikum síðan. Í var í sturtu og stóð með rakvélina á lofti og ætlaði að renna henni eftir handakrikanum þegar ég...af einhverjum óskiljanlegum ástæðum...ákvað að sleppa því.....og safna!! Já já...ég fór að hugsa með mér að ég hef aldrei haft hár þarna og það væri nú svolítið gaman að sjá hvernig þetta lítur út. Ég ákvað s.s. að safna fram að jólum eða í tvo mánuði og nú er mánuður liðinn og ég hef komist að eftirfarandi um brúskinn:
* Hann er ljós
* Hann vex u.þ.b. sentimeter á mánuði
* Hann kitlar
* Hann krullast
* Hann er ekki þægilegur
* Hann magnar ekki svitalykt
Þetta með kitlið er kannski ekki alveg satt. Ég ætti frekar að segja að mér klæjar undan brúskfjandanum og veit ekki hversu lengi ég þrauka í viðbót. Það kemur bara í ljós.
Annars er ég hætt í dag....
...Brúskulína
laugardagur, nóvember 22, 2003
Það er laugardagur...
...og ég er í vinnunni...
...og ég er þunn...
...og ég er þreytt...
...og ég er með hausverk...
...og ég er í átstuði...
...og ég ætla austur á eftir...
...og mér er kalt...
...og ég ætla út í búð að kaupa nammi...
...og ég er farin............
...og ég er í vinnunni...
...og ég er þunn...
...og ég er þreytt...
...og ég er með hausverk...
...og ég er í átstuði...
...og ég ætla austur á eftir...
...og mér er kalt...
...og ég ætla út í búð að kaupa nammi...
...og ég er farin............
föstudagur, nóvember 21, 2003
Bachelor er búinn....
....og uppáhaldið mitt vann. Það var gleði og hamingja í Skipasundinu í gær þegar Andrew bað Jen að giftast sér. Við stöllur sátum límdar fyrir framan sjónvarpið og fögnuðum innilega þegar hann sendi hina tíkina heim....ha ha ha!!!
Annars var það ekki eina ástæðan fyrir gleði í Skipasundinu í gær. Það fæddist nefnilega lítill strákur í gær. Hann heitir Stefán Máni og er Unnars-og Völusonur. Hann var 14 merkur og 51 cm og heilsast honum og mömmu hans vel.
Ég er að fara í enn eitt átboðið í kvöld og eru veisluhöldin búin að standa yfir í eina viku. Hér er nánari útlistun:
Föstudagur - Kökur í tilefni af lokun
Föstudagur - Pizzur í tilefni af lokun
Mánudagur - Kökur í tilefni af opnun
Þriðjudagur - Restin af kökunum í tilefni af opnun
Miðvikudagur - Sjúklega góð súkkulaðikaka með flamberuðu frosting kremi á fundi (fékk mér 3 sneiðar)
Fimmtudagur - Kokkteilboð með tilheyrandi smáréttum í tilefni af opnun
Föstudagur - Allsherjar Íslandsbanka-Sjóvá-partý með tilheyrandi
Laugardagur - Farin í megrun!!!
Inga átti afmæli í fyrradag og við og Halla Eiríks fórum á tónleika á GrandRokk á fimmtudagskveldið. Lásum í fréttablaðinu að einhver amerískur trúbador ætti að spila og Kimono að hita upp. Jæja við mættum þarna gallvaskar en komumst að því að Kimono átti engan hlut að máli heldur settist upp á svið þessi líka fyndni karl. Hann söng kántríslagara svo algjörlega frá hjartanu en eitthvað var farið að slá saman í hausnum á honum því hann gat ekki farið rétt með textana...ekki einu sinni eftir að hann setti upp lesgleraugun. Svo steig á svið þessi ameríski sem við komum til að sjá. Hann var í sjálfu sér ágætur en við vorum ekki alveg að fíla hljóðeffektana sem fylgdu honum....mjög fyndið. Við gáfumst svo upp rétt um tólf og fórum.
....og uppáhaldið mitt vann. Það var gleði og hamingja í Skipasundinu í gær þegar Andrew bað Jen að giftast sér. Við stöllur sátum límdar fyrir framan sjónvarpið og fögnuðum innilega þegar hann sendi hina tíkina heim....ha ha ha!!!
Annars var það ekki eina ástæðan fyrir gleði í Skipasundinu í gær. Það fæddist nefnilega lítill strákur í gær. Hann heitir Stefán Máni og er Unnars-og Völusonur. Hann var 14 merkur og 51 cm og heilsast honum og mömmu hans vel.
Ég er að fara í enn eitt átboðið í kvöld og eru veisluhöldin búin að standa yfir í eina viku. Hér er nánari útlistun:
Föstudagur - Kökur í tilefni af lokun
Föstudagur - Pizzur í tilefni af lokun
Mánudagur - Kökur í tilefni af opnun
Þriðjudagur - Restin af kökunum í tilefni af opnun
Miðvikudagur - Sjúklega góð súkkulaðikaka með flamberuðu frosting kremi á fundi (fékk mér 3 sneiðar)
Fimmtudagur - Kokkteilboð með tilheyrandi smáréttum í tilefni af opnun
Föstudagur - Allsherjar Íslandsbanka-Sjóvá-partý með tilheyrandi
Laugardagur - Farin í megrun!!!
Inga átti afmæli í fyrradag og við og Halla Eiríks fórum á tónleika á GrandRokk á fimmtudagskveldið. Lásum í fréttablaðinu að einhver amerískur trúbador ætti að spila og Kimono að hita upp. Jæja við mættum þarna gallvaskar en komumst að því að Kimono átti engan hlut að máli heldur settist upp á svið þessi líka fyndni karl. Hann söng kántríslagara svo algjörlega frá hjartanu en eitthvað var farið að slá saman í hausnum á honum því hann gat ekki farið rétt með textana...ekki einu sinni eftir að hann setti upp lesgleraugun. Svo steig á svið þessi ameríski sem við komum til að sjá. Hann var í sjálfu sér ágætur en við vorum ekki alveg að fíla hljóðeffektana sem fylgdu honum....mjög fyndið. Við gáfumst svo upp rétt um tólf og fórum.
þriðjudagur, nóvember 11, 2003
Jæja þá er þessi þríleikur....
....búinn!! Var að sjá síðustu Matrix myndina og hún er bara nokkuð góð og gæti ekki endað betur að mínu mati....segi ekki meir...segi ekki meir. Snilld þessi VIP salur....sitja bara með tærnar upp'í loft og háma í sig popp....æði!!
Helgin var góð. Ætlaði að vera bara róleg eftir að upp komst að Papadjammið er ekki fyrr en í desember....en nei!! Eins og henni einni er lagið tókst Bítlabæjarbeibinu að spilla góðum ásetningi með loforði um bjór og hugsanlega karlmenn. Þannig að í Keflavík var haldið og bjórinn þambaður en eitthvað stóð á karlmönnum (eða kannski stóð þeim ekki...eða stóð bara á sama), jafnvel þó við hefðum farið á skemmtistað sem var yfirfullur af gröðum nöglum....en þannig er það nú bara. Heilsan var merkilega ágæt á laugardaginn og við stöllur þrjár (ákvað að freista frænku og fá hana með) eyddum honum í vídeógláp ;) kórtónleika og óhollustuát. Vorum svo eins nörralegar og hægt er að vera og skruppum á kaffihús og spiluðum tremma til klukkan þrjú og létum eins og við sæjum ekki allt fólkið sem veltist um, blindfullt í kringum okkur.
En nú er mánudagur (eða þriðjudagur því klukkan er rúmlega tólf á miðnætti) og ég sit hér heima í tölvunni (því ég hef ekki tíma til þess í vinnunni) hlusta á Coldplay og drekk kók úr dós með rörinu sem Halla gaf mér þegar hún kom heim frá útlöndum og nenni ekki að fara að sofa því þá er svo stutt þangað til ég þarf að vakna og fara í vinnuna......en svona er það nú bara.
Hafið það gott börnin góð og góða nótt
....búinn!! Var að sjá síðustu Matrix myndina og hún er bara nokkuð góð og gæti ekki endað betur að mínu mati....segi ekki meir...segi ekki meir. Snilld þessi VIP salur....sitja bara með tærnar upp'í loft og háma í sig popp....æði!!
Helgin var góð. Ætlaði að vera bara róleg eftir að upp komst að Papadjammið er ekki fyrr en í desember....en nei!! Eins og henni einni er lagið tókst Bítlabæjarbeibinu að spilla góðum ásetningi með loforði um bjór og hugsanlega karlmenn. Þannig að í Keflavík var haldið og bjórinn þambaður en eitthvað stóð á karlmönnum (eða kannski stóð þeim ekki...eða stóð bara á sama), jafnvel þó við hefðum farið á skemmtistað sem var yfirfullur af gröðum nöglum....en þannig er það nú bara. Heilsan var merkilega ágæt á laugardaginn og við stöllur þrjár (ákvað að freista frænku og fá hana með) eyddum honum í vídeógláp ;) kórtónleika og óhollustuát. Vorum svo eins nörralegar og hægt er að vera og skruppum á kaffihús og spiluðum tremma til klukkan þrjú og létum eins og við sæjum ekki allt fólkið sem veltist um, blindfullt í kringum okkur.
En nú er mánudagur (eða þriðjudagur því klukkan er rúmlega tólf á miðnætti) og ég sit hér heima í tölvunni (því ég hef ekki tíma til þess í vinnunni) hlusta á Coldplay og drekk kók úr dós með rörinu sem Halla gaf mér þegar hún kom heim frá útlöndum og nenni ekki að fara að sofa því þá er svo stutt þangað til ég þarf að vakna og fara í vinnuna......en svona er það nú bara.
Hafið það gott börnin góð og góða nótt
fimmtudagur, nóvember 06, 2003
Bara svona rétt að segja....
....hæ!!! Brjálað að gera í vinnunni enda ekki nema sjö starfsmenn af 11 í vinnu. Vorum að fá spjöld til að afhenda viðskiptavinunum þar sem flutningurinn er tilkynntur og bla bla. Á þessu spjaldi er s.s. mynd af öllum starfsmönnum á nýjum, sameinuðum vinnustað. Allir eru voða glaðir og brosandi á myndinni.....nema ég...ljósmyndarinn fór í pirrurnar á mér og þess vegna horfi ég manndrápsaugum á hann...sem svo skilar sér á myndinni....mjög skondið.
Annars ætlaði ég bara rétt að segja hæ! (eins og áður kom fram)...því ég er á leiðinni á kaffihús að hitta frænku áður en við förum heim að horfa á Bachelor. Eigum líklega eftir að pæla mikið í því hverri hann hendir út núna og ég vil að það verði Kristine af því ég þoli hana ekki en hann á pottþétt ekki eftir að losa sig við hana. Annars hringdi mamma í mig í síðustu viku, rétt fyrir þáttinn og við vorum svona aðeins að spekúlera í þessu. Svo byrjaði þátturinn og við hættum að kjafta. Nokkrum mínútum siðar hringir mamma aftur bara til þess að segja mér að hún þoli hann ekki.....er eiginlega pínulítið sammála henni....enn hann er ríkur...myndi maður nú ekki horfa fram hjá einhverjum smágöllum af þeirri ástæðu....held það.
Eeníveis (þetta var fyrir þig Jana) ...ætla ekki að tefja hér lengur....þar til næst.
....hæ!!! Brjálað að gera í vinnunni enda ekki nema sjö starfsmenn af 11 í vinnu. Vorum að fá spjöld til að afhenda viðskiptavinunum þar sem flutningurinn er tilkynntur og bla bla. Á þessu spjaldi er s.s. mynd af öllum starfsmönnum á nýjum, sameinuðum vinnustað. Allir eru voða glaðir og brosandi á myndinni.....nema ég...ljósmyndarinn fór í pirrurnar á mér og þess vegna horfi ég manndrápsaugum á hann...sem svo skilar sér á myndinni....mjög skondið.
Annars ætlaði ég bara rétt að segja hæ! (eins og áður kom fram)...því ég er á leiðinni á kaffihús að hitta frænku áður en við förum heim að horfa á Bachelor. Eigum líklega eftir að pæla mikið í því hverri hann hendir út núna og ég vil að það verði Kristine af því ég þoli hana ekki en hann á pottþétt ekki eftir að losa sig við hana. Annars hringdi mamma í mig í síðustu viku, rétt fyrir þáttinn og við vorum svona aðeins að spekúlera í þessu. Svo byrjaði þátturinn og við hættum að kjafta. Nokkrum mínútum siðar hringir mamma aftur bara til þess að segja mér að hún þoli hann ekki.....er eiginlega pínulítið sammála henni....enn hann er ríkur...myndi maður nú ekki horfa fram hjá einhverjum smágöllum af þeirri ástæðu....held það.
Eeníveis (þetta var fyrir þig Jana) ...ætla ekki að tefja hér lengur....þar til næst.