9 Guggudýrið <$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, ágúst 26, 2003

Ég er torfærukappi....

...já já!!...algjör torfærukappi!! Og af hverju segi ég það? Ja..það er bara svo einfalt...það eru ábyggilega ekki margir sem hafa farið á örsmárri Peugot-pútu upp í landmannahelli...neihei!! Ég og Alla fórum s.s. að heimsækja Guðna um helgina og þvílík ævintýraferð...uppfull af snæálfum, vöðum, glápandi jeppafólki, blautum fótum og glenningum. Lögðum eldhressar af stað á laugardaginn eftir að hafa stoppað í Kaupfélaginu að kaupa eldspýtur, bláber og egg fyrir Guðna. Þar sem hinn glæsilegi Peugot sem ég á, í daglegu tali kallaður Druslupútan, er ekki góðum græjum búinn þá tókum við með okkur nokkarar gamaldags kasettur. Þar á meðal var hið einstaka "one hit wonder" Módel og náði Alla að rifja upp góða tíma er hún söng ,,Ástarbréf merkt X" í undankeppni Söngkeppni framhaldsskólanna um árið. Þarna leyndist líka nostalgíuteipið ,,Bandalög 3", með lögum eins og júróvisjónlagið Nína og "All I Can Do" með Munchener Freiheit. Uppáhaldsspólan okkar var hins vegar ,,Valli og Snæálfarnir", barnaleikrit eftir Gylfa Ægisson. Valli og Snæálfarnir er ótrúlega fyndið barnaleikrit með fullt af fullorðinshúmor og nægir að segja að við erum vissar um að Gylfi og félagar hafi verið á einhverju þegar þeir tóku þetta upp.
Ferðin uppeftir gekk vonum framar og stóð litlan pútan mín sig eins og hetja en ljóskustund vikunnar áttum við Alla þegar kom að afleggjaranum upp í Landmannahelli. Við nefnilega sáum ekki skiltið sem benti á réttu leiðina, skiltið er nefnilega staðsett við vað og ef maður fer vinstra megin þá lendir maður inni í helli en ef maður fer hægra megin þá endar maður í Landmannalaugum. Við s.s. misskildum upplýsingarnar frá Guðna kærum, sem sagði okkur að fara hægra megin yfir fyrsta vaðið og bíða svo eftir honum á því öðru, og brunuðum bara yfir þetta allt saman. Eftir dálítinn akstur var okkur farið að gruna að við hefðum keyrt framhjá afleggjaranum, sérstaklega af því að við vorum alltaf að fara yfir einhverjar smásprænur en Guðni hafði sagt okkur að við þyrftum bara að fara yfir eina. Við komum svo að stóru vaði, ákváðum að þetta væri hið eina sanna vað sem við ættum að bíða á og stoppuðum bílinn. Við biðum svo í hálftíma eftir kallinum sem aldrei kom og fylgdumst með hverjum bílnum á fætur öðrum bruna yfir. Við ákváðum svo að Guðni hefði bara villst (líklegt!) og skelltum okkur yfir. Nokkrum mínútum síðar sáum við skilti sem bennti á Landmannahelli og beygðum. Eftir mjög stuttan akstur blöstu húsin í Landmannahelli við okkur á vinstri hönd og við tókum kátínu okkar án ný. Við, náttúrulega voða montnar að hafa komist alla leið upp á okkar eigin spýtur á litlu pútunni, brostum út að eyrum en þá lítur Alla á mig og segir ,,já en Gugga! Kemur maður ekki í Landmannahelli hinu megin frá". Þá uppgötvuðum við að við fórum lengri leiðina....töluvert lengri leiðina. Þegar við svo renndum í hlaðið kom Guðni á móti okkur og tjáði okkur að hann hefði verið búinn að keyra fram og til baka og út um allt að leita að okkur og bara skildi ekkert í þessu. Guðni grillaði svo fyrir okkur og við drukkum hvítvín og rauðvín og fleira og spiluðum fram á nótt.....ótrúlega næs!!
Haustönnin er byrjuð í skólanum og mér til mikillar gleði eru tveir áfangarnir sem ég er í próflausir og svo er ég með einn mjög myndarlegan kennara (sit á næstfremsta bekk fyrir miðju...nammi namm!!)
Það er eins og fólk sé ekki búið að fatta að það eru fimm helgar í ágúst...búið að vera brjálað stuð og fullt að gera þessar fjórar sem búnar eru en svo er ég búin að heyra í samtals 4 vinkonum mínum og það er sama hljóðið í þeim öllum. ,,Á að gera eitthvað um helgina?"..... ,,Æ ég veit það ekki...bara eitthvað rólegt". Annars er ég ekki að fara að gera neitt rólegt...nó sör í...ég er að fara á Sálarball....við stúlkurnar í vinnunni ætlum á fara á Players á föstudaginn og tjútta.
Það fer alveg að koma að Ljósanótt í Keflavík og nýjasti Keflvíkingurinn er búin að komast að því að það er stuð þar fimmtudag, föstudag, laugardag og sunnudag, bara eins konar þjóðhátíð....þetta verður ábyggilega geggjað stuð og virðist sem það ætli heill bunki af fólki að koma í partý. Ég persónulega ætla að vera algjör pæja, nýkomin úr klippingu.

Var að lesa pistil í Mogganum áðan. Þar segir Moggin frá því að mannanafnanefnd (hvað eru mörg N í því?) er búin að samþykkja nokkur nöfn og ég bara segi "ja hérna hér".....þvílík nöfn...meðal þeirra eru nöfn eins og Marela, Dara, Silvana og Alva....aumingja börnin!!

Þetta er orðinn alveg óvenju langur pistill enda ekki búin að skrifa í næstum því viku. Láum þetta duga í bili!

Guggulína (ætli mannanafnanefnd samþykki það?!?)


föstudagur, ágúst 22, 2003

Mér er heitt!!!....

......heitt...heitt...heitt!!! og ég er lokuð inni í vinnunni til klukkan 5. Já...bannað að fara út fyrr en á slaginu 5. Þannig að hér sit ég og bíð og horfi löngunaraugum á sólskinið og blíðuna úti. Halla sumarstelpa hætti í dag...hún er farin til Danmerkur að læra...bless Halla!!!
Er ekki málið að Lotta fyrir helgina? I think so!! Væri ég til í að vinna pottinn? Aha!!
Fór á Pirates of the Carribean aftur í gær....er ekki frá því að hún hafi verið skemmtilegri núna....líklega vegna þess að núna vissi maður söguþráðinn og gat einbeitt sér að því að horfa á Johnny Depp...já já....soldið flottur!!
Er víst að fara í lokapróf á mánudagsmorgun og ég veit ekki rassgat. Ég hef aldrei setið áfanga áður þar sem allt sem kennarinn segir fer inn um annað eyrað og beint út um hitt án þess að stoppa þar í eina sekúndu. Ég verð ábyggilega alveg úti að aka í þessu prófi og er satt að segja sítsama....já...og hana nú....fokk jú Alþjóðaviðskipti!!!
Las í Mogganum í dag að hártískunni í vetur mætti lýsa með þremur orðum....mýkt, ögrun og óreiða. Sem þýðir að slétt hár er úti og úfið hár inni....jííha..segi ég nú bara við þessu....það er svo leiðinlegt að rembast við að slétta fjandans hárið. Þetta voru s.s. gleðitíðindi dagsins.

Gleði og glaumur

þriðjudagur, ágúst 19, 2003

Breyting til hins betra ?!?!?!?......

...ég veit ekki. Ég er nefnilega að átta mig á því að það er orðið töluvert síðan einhver tvítugur gutti reyndi við mig síðast en svo virðist sem ég laði að mér...ja...furðulega karlmenn....vægast sagt. Lenti í því á menningarnótt að einn gaur reyndi að ná mér með pikköpplínu (reyndar nokkuð frumlegri...en ég meina!!) og fór samtalið svona fram:

Lúði: Hello...how are you doing? (sagt með ömurlega íslenskum hreim)
Gugga beib: Ég hef það bara fínt (ég klár að fatta ömurlega íslenska hreiminn)
L: Ó! Ertu íslensk? (en ekki hvað??)
G: En ekki hvað??
L: Ég var alveg viss um að þú værir sænsk.
G: SÆNSK!?!?!?!? Hvernig í ósköpunum datt þér það í hug (fíflið þitt)??
L: Ja...ég meina...íslenskar konur eru bara ekki svona fallegar!!
G: Já..ha ha ha (má ég æla núna?)....þarf að fara...blee.

Svona var nú það. Til að bæta þetta allt saman fékk ég bréf í morgun frá honum Zaronof mínum í Jemen þar sem hann kvartar yfir áhugleysi mínu og sendir mér mynd af sér....sem er alveg massa fyndin. Af tvennu illu held ég að það sé betra að ungu peyjarnir sæki í mig heldur en þessir furðulegu......svo var ég líka að velta því fyrir mér af hverju þeir séu hættir því.....er fína dýra augnhrukkukremið mitt ekki að virka??
.........sjálfsálitið er alveg komið í rúst...ég er farin að halda að ég sé bara engin Súpertútta !!! :(

Að öðru...
Ég geri dáldið af því að hlusta á X-ið á morgnanna og ég bara skil ekki af hverju það er ekki hægt að hafa sæmilegan morgunþátt á þessari blessuðu stöð. Fyrst var það Tvíhöfði, svo bara Sigurjón Kjartans o.s.fr. Núna er einhver Freysi með morgunþátt á X-inu og ég verð bara að segja "Ojjjj" hvað þetta er leiðinlegur drengur....held virkilega að hann sé bara rétt að komast á gelgjuna. Og fólkið sem hann fær til sín í spjall er álíka leiðinlegt margt...... Þetta er það slæmur útvarpsþáttur að ég skipti í alvörunni stundum yfir á FM....grínlaust!!

Næsta helgi bókuð. Hringdi í Guðna í gær og hann vill endilega fá okkur í heimsókn í hellinn um helgina.....ætlum að skella okkur ég, Alla og kannski Sirra. Fjallaloft, grillmatur og hvítvín...mmm....þetta verður góð helgi!!

La la la

mánudagur, ágúst 18, 2003

Afmælisbarn dagsins....

...er hún litla frænka mín. Andrea er tvítug í dag og þá get ég loksins hætt að fara í ríkið fyrir hana!!!

Húrra fyrir Andreu
Menningarnótt búin....

....og þá er sumarið endanlega búið :(

Það var samt þrusu stuð á menningarnótt. Fórum fjórar pæjur í bæinn og djömmuðum til morguns. Kvöldið byrjaði með því að við náðum ekki nema einu lagi með Quarashi (þeir spiluðu bara í 25 mín. Ég var að spá í að kvarta í Óla Palla þegar ég sá hann á Pítunni á sunnudag...en maður er svo vel upp alin...) ákváðum svo að fara á Maus í Tjarnarbíói og þá var ekki séns að komast þar inn, fórum svo aftur niður á höfn og þá var Sálin ákkúrat að taka síðasta lagið sitt. Ákváðum að vera soldið menningarlegar og fórum í listasafnið í Hafnarhúsinu og skelltum okkur svo strax eftir flugeldasýninguna á Hverfisbarinn....náðum borði niðri og skemmtum okkur vel við að horfa á sætu strákana sem gengu (tróðust) framhjá okkur og hlustuðum á mjög góða trúbadora sem héldu því fram að þeir hefðu samið öll lögin sjálfir :) Hápunktur kvöldsins var svo þegar við hittum Gunna fyrrverandi meðleigjana Ingu niðrá torgi. Drengurinn fór á kostum í bulli og látum...fór í sleik við allt og alla....meira að segja Frakkinn sem hékk þarna nálægt okkur furðaði sig á þessari sleikhegðun piltsins og þó er nú sleikurinn upprunnin í Frakklandi.

Ég komst svo að því áðan að ég var ekki pæja á menningarnótt.....hitti Soffíu snemma um kvöldið og hún tók af mér mynd og skellti á síðuna sína.....og ómægod....það mætti halda að ég væri gjörsamlega blekuð.... Ætla héðan í frá að glenna upp augun í hvert sinn sem einhver tekur af mér mynd....

Hætt og farin...

Guggs

föstudagur, ágúst 15, 2003

You lucky son of a gun...

....Ég var að vinna 12 þúsund króna gjafabréf á veitingastað að eigin vali. Ég er alltaf að vinna eitthvað....vann reyndar ekki brennivínspottinn í vinnunni (þetta átti fyrst að vera rauðvínsklúbbur, svo var þessu breytt í léttvínsklúbb af því það voru ekki allir sem vildu bara rauðvín en svo núna er þetta bara brennivínsklúbbur...einn heppinn fær að fara í ríkið mánaðarlega og versla hvað sem er fyrir 10 þúsund kall)!! En hvað um það.......nú er bara að ákveða á hvaða veitingastað ég ætla að fara....einhvern dýran og góðan :) .........hugmyndir?!?!?!?!?
Bá vá vá.....

......jibbí jó jibbí jei. Þannig hljómar textinn við það lag.....merkilegt hvað sumir textar gefa manni mikið...eða ekki!!!

Enn einn föstudagurinn runnin upp og sól og blíða úti. Maður finnur bókstaflega hvernig léttleikinn svífur yfir mann eftir því sem líður á daginn og maður horfir löngunaraugum út um gluggann þar sem heil helgi af ævintýrum og fjöri bíður.

Ætla að bruna til Keflavíkur í dag eftir vinnu að hjálpa nýfluttu að raða öllu í rétta röð í íbúðinni.....kíkja svo kannski á smá rölt í miðbænum...tékka á strákaflórunni og solleiðis...athuga hvort einhver merkilegur biti leynist ekki þar!! :)
Svo á að taka langan laugardag. Drekka í sig borgarmenninguna frá morgni fram á rauða nótt...jæja kannski ekki morgni..ætla ekki að vakna snemma.

Það eru allir voðalega þreyttir í vinnunni í dag....ég er búin að geyspa svona 30 sinnum og virðist ekkert lát vera á þessu gapi mínu, sérstaklega þar sem ég var rétt í þessu að skófla í mig fullum disk af grjónagraut og er bókstaflega að springa.

Talandi um hádegið, þá stóð ég áðan úti í föstudagssígó með stelpunum á hárgreiðslustofunni. Kemur ekki þessi líka svaðalegi geitungur og bara plantar sér beint á nefið á mér. Ég var náttúrulega bara ógeðs kúl og blés hann bara af mér og tölti í burtu meðan þær tóku á sprett til að komast sem lengst frá kvikindinu. Eftir á hrósuðu þær mér fyrir það hvað ég var róleg, ég náttúrulega bara þakkaði fyrir og var ekkert að segja þeim að ástæðan fyrir því hvað ég var köld er sú að kvikindið var svo snöggt að setjast á nefið á mér að ég bara sá ekki hvað þetta var.......svona getur maður nú aktað kúl án þess svo að vera það.

Viva la weekend

Guggs

ps. Jana búin að bætast í hópinn. Hún ætlar í vetur að lýsa því fyrir okkur með skemmtilegum og fræðandi pistlum hvernig er að búa í Keflavík!!

fimmtudagur, ágúst 14, 2003

Það tókst.....

...ég er klárari en ég veit ekki hvað!! Ég var rétt í þessu....án þess að vita rassgat...að setja inn þetta líka fína komment-kerfi svo núna eiga allir að kommenta....jíha!!

Mig langar til að kasta fram einni pælingu..
Ef þú (stelpa) ert að tala við strák, sem er nokkuð myndarlegur en þú hefðir kannski ekki mikin áhuga á að kynnast betur, en kemst svo að því að pabbi hanns er múltimilljóner, myndi áhugi þinn á nánari kynnum aukast??
Ef svarið er já (og vertu nú hreinskilin) mundir þú A) viðurkenna það og finnast það bara spennandi eða B) hrista þetta af þér af því þetta er svo grunnhyggið og ljótt ??

Í framhaldi af þessari pælingu flaug í hausinn á mér textabrot úr lagi sem ég heyrði um daginn: "Girls don't like boy's, they just like cars and money"

..........jaahá !!!

mánudagur, ágúst 11, 2003

Mánudagur til mæðu...

...er víst sagt, en ég er ekki alveg sammála því. Mér finnast sunnudagar frekar vera til mæðu. Sunnudagar eru leiðinlegustu dagar vikunnar. Þeir eru oft ekki mjög þægilegir sökum þynnku en þó aðallega vegna þess að á sunnudögum læðist að manni sú staðreynd að bara eftir nokkra klukkutíma er kominn mánudagur og öll vinnuvikan framundan.

Annars var helgin róleg. Kíkti á skemmtiatriðin á Gay Pride, það var mjög svo skemmtileg skemmtun...Sirkus Homma Homm var bestur en forsprakkinn í þeirri sveit er einmitt Tómas Tómasson, Stuðmaður og Þursi og tók hann slagarann um Jón sem var kræfur karl og hraustur en það er eitt af mínum uppáhalds lögum. Dragdrottningarnar voru misgóðar en greyið Starina er alveg áberandi illa gerð dragdrottning!!

Ég fór svo austur um nóttina og kom ákkúrat í tíma til að fylgjast með fólki staulast út af Sálarballi í misgóðu ástandi í grenjandi rigningu....Alla og Inga...þið voruð ekki slæmar!!! Ég sá t.d. eina snót í hvítum toppi liggja með andlitið í polli út á miðjum þjóðvegi....ekki girnilegt...sem betur fer eru þessir dagar að baki. Vorum einmitt nokkrar vinkonurnar að rifja það upp um daginn þegar ég og Inga ákváðum c.a. 17 ára að það væri nú tími til kominn að prófa það að deyja áfengisdauða...en það hafði aldrei komið fyrir okkur. Eins skynsamlega og það nú hljómar þá ákváðum við að hafa það þannig að bara önnur okkar ætti að deyja í einu...fyrst ég og svo Inga. En það heppnaðist ekki því þegar ég átti að deyja þá dó Inga og svo öfugt. Við ákváðum svo bara að hætta þessari vitleysu því það er ekkert þægilegt að ætla að hvíla augun svona á mölinni fyrir utan Njálsbúð!!! ;þ

Annars ætla ég svo bara að óska honum fyrrverandi mínum til hamingju með litlu stelpuna og að því tilefni samdi ég um hann lítið ljóð....

Þið kannist við hann Kára
ekki svo klára,
sem var ekki alveg að fatta.
Að ef þú tekur spjótið
og setur í dótið,
þá borgar þú tippaskatta.

Þannig er það nú sko
að krakka tvo,
hann á aðeins tuttug'og þriggja.
Það er því mér að þakka
að fleiri krakka,
hann lætur ekki eftir sig liggja.

Guggudýrið


föstudagur, ágúst 08, 2003

Síðustu mínúturnar...

...í vinnuvikunni eru að líða. Það stefnir í aðra rólega helgi hjá mér. Mor & far eru farin í ferðalag og ég ætla að skella mér út úr bænum og passa húsið....búin að ákveða að fara beint í náttbuxurnar og hlírabol þegar ég kem þangað og ætla ekki úr þeim fyrr en einhverntímann á laugardaginn....og hana nú!!!

Bærinn verður öfugur um helgina og ábyggilega brjálað stuð. Ég á eftir að heyra í stelpunum og fá að vita hvort það eigi að skella sér í bæinn að horfa á herlegheitin...lítill púki kom upp í mér áðan þegar ég var að hugsa um skrúðgönguna á morgun og ég sá allt í einu fyrir mér að það yrði grenjandi rigning og allt meikupið læki niður á dragdrottningunum...það yrði nú dáldið skrautlegt ;) Það spurði mig nú einhver að því af hverju ég ætlaði nú að fara að tölta niður í bæ...ég sem væri nú hinkynt og allt (hinkyntur er færeyska og þýðir gagnkynhneigður...mér finnst þetta fyndið orð...ég elska færeysku!!) en þar sem ég er nú gömul hækja þá er ég að hugsa um að kíkja á liðið.

Farin...
....Guggulíus

miðvikudagur, ágúst 06, 2003

Hápunktur sumarsins.....

...hefur af mörgum verið talin hin víðfræga verzlunarmannahelgi. Fyrir mitt leyti var hún lágpunktur sumarsins....til að útskýra þetta betur þá á ég í erfiðleikum með að gera upp við mig hvort toppurinn á helginni var á laugardagskvöldið þegar ég fór að sjá hina drepleiðinlegu Leagally Blonde II eða á mánudagskvöldið þegar ég byrjaði að lesa nýjustu Harry Potter bókina...hmm....ég sem er búin að standa mig svo vel í djammi og látum í sumar og spring svo bara á limminu um sjálfa verzló. Annars er bara ágætt að fá frí eina helgi....var nefnilega búin að plana að taka það rólega í ágúst...svona þar sem það er búið að vera svo "mikið um að ske" í sumar....en nei, ekki aldeilis heillin....brjálað stuð allar helgar fram í miðjan september....ætla að setja upp "um að ske" planið inn hér fyrir neðan ef einhverjir áhugasamir vilja vera memm....
2. helgin í ágúst - Gay pride eða Sálin heima (spurning!!)
3. helgin í ágúst - Menningarnótt (má ekki missa af henni)
4. helgin í ágúst - Heimsókn upp í helli til Guðna (fann loksins tíma...vonandi verður hann ennþá þar)
5. helgin í ágúst - Hmmm....var ekki búin að fatta að það væru fimm helgar í ágúst!!
1. helgin í sept. - Innflutningspartý og ljósanótt í Keflavík
2. helgin í sept. - RÉTTIR
Svona lítur þetta svo út hjá Guggusi litla...með fyrirvara um breytingar að sjálfsögðu...þeir sem vilja vera memm mega senda mér póst á guggulugg@hotmail.com.

Eins og kom fram áðan er ég byrjuð að lesa nýjustu Harry Potter bókina....er með hana í láni fram á sunnudag og verð að klára hana fyrir þann tíma...þannig að þegar ég kem heim á kvöldin skelli ég mér í náttbuxurnar og upp í sófa eða rúm að lesa....ooohh de er svo dejligt!!

Until next time
Guggs

p.s. Til hamingju með áfangann Alla !!!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?